Vilja tryggja brotaþolum sálfræðistuðning eftir skýrslutöku Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 18:33 Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Þolendum kynferðisofbeldi verður boðið upp á sálfræðistuðning eftir skýrslutöku með verkefni dóms- og heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis. Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að styrkja reglubundið samráð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanna neyðarmóttöku og áfallateymis Landspítalans um þjónustu við brotaþola kynferðisofbeldis. Samráðið snerist meðal annars um hvernig lögregla skuli standa að tilvísun sem tryggi brotaþolum stuðningsviðtal sálfræðings að lokinni skýrslutöku og miðlun upplýsinga um meðferð mála innan réttarvörslukerfisins til brotaþola. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri gerir úttekt á árangri af samstarfinu með því að taka viðtöl við einstaklinga sem leggja fram kæru hjá lögreglu vegna kynferðisleg ofbeldis. Metin verður reynsla kærenda af skýrslutöku og stuðningsviðtali hjá sálfræðingi í kjölfarið. Einnig verður gerð úttekt á reynslu lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks af samstarfinu. Verkefnið er í anda aðgerðaáætlunar um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu fyrir árin 2018 til 2022 en þar kemur fram að tryggja þurfi brotaþolum viðeigandi stuðning innan kerfisins, þar á meðal sálfræðimeðferð innan heilbrigðiskerfisins eða önnur úrræði óháð búsetu og efnahag, meðal annars eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Vinnuhópur heilbrigðisráðherra um samræmingu verklags vegna kynferðisofbeldis á að kynna niðurstöður sinnar vinnu innan skamms, að því er segir í tilkynningunni. Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að styrkja reglubundið samráð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanna neyðarmóttöku og áfallateymis Landspítalans um þjónustu við brotaþola kynferðisofbeldis. Samráðið snerist meðal annars um hvernig lögregla skuli standa að tilvísun sem tryggi brotaþolum stuðningsviðtal sálfræðings að lokinni skýrslutöku og miðlun upplýsinga um meðferð mála innan réttarvörslukerfisins til brotaþola. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri gerir úttekt á árangri af samstarfinu með því að taka viðtöl við einstaklinga sem leggja fram kæru hjá lögreglu vegna kynferðisleg ofbeldis. Metin verður reynsla kærenda af skýrslutöku og stuðningsviðtali hjá sálfræðingi í kjölfarið. Einnig verður gerð úttekt á reynslu lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks af samstarfinu. Verkefnið er í anda aðgerðaáætlunar um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu fyrir árin 2018 til 2022 en þar kemur fram að tryggja þurfi brotaþolum viðeigandi stuðning innan kerfisins, þar á meðal sálfræðimeðferð innan heilbrigðiskerfisins eða önnur úrræði óháð búsetu og efnahag, meðal annars eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Vinnuhópur heilbrigðisráðherra um samræmingu verklags vegna kynferðisofbeldis á að kynna niðurstöður sinnar vinnu innan skamms, að því er segir í tilkynningunni.
Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira