Brjálað að gera í sörubakstri hjá húsmóður í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2022 21:04 Rósa Jóhannsdóttir í Hveragerði, sem hefur nóg að gera fyrir jólin að baka sörur þá sem vilja versla þær hjá henni. Húsmóðir í Hveragerði hefur meira en nóg að gera fyrir jólin því hún tekur að sér að baka sörur fyrir fólk en þær þykja ómissandi á mörgum heimilum um jólin. Hér er um við að tala um Rósu Jóhannsdóttur. Hún fékk heilablóðfall 2018 og er lömuð að hluta til en hún lætur það þó ekki stoppa sig að baka þúsundir kakna af sörum fyrir viðskiptavina sína. „Þegar þú ert búin að gera þetta mörgum sinnum þá er þetta ekkert mál. Þetta er bara að blanda saman eggjahvítum og möndlum og flórsykur. Þetta er alltaf jafn skemmtileg og ég er að fá góðar viðtökur við bakstrinum,“ segir Rósa. Rósa selur sörurnar mest á heimili í Hveragerði og næsta nágrenni, en það er þó töluvert um að sörurnar hennar fari líka á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Kökurnar eru um 20 mínútur inn í ofni hjá Rósu og svo þarf að setja súkkulaðið á þær og nostra við þær áður en þær fara í öskjur og svo til viðskiptavina. Sörurnar hjá Rósu eru mjög bragðgóðar og fallegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rósa lætur lömunina ekki hafa áhrif á sig. „Nei, nei, eitthvað verð ég að gera, ég vil ekki sitja allan daginn og hafa ekkert að gera, þá er miklu betra að nýta tímann til að gera eitthvað skemmtilegt, sem ég hef áhuga fyrir og get glatt aðra líka með,“ segir hún. Rósa lætur hluta af ágóðanum af sörubakstrinum renna til góðra málefna. „Já, eins og fyrir tveimur árum þá gaf ég taugalækningadeild Landsspítalans og núna fær Krabbameinsfélagið pening frá mér“. Rósa lætur sörubaksturinn ekki stöðva sig þó hún sé lömuð að hluta vegna heilablóðfalls, sem hún fékk 2018.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Jól Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Hér er um við að tala um Rósu Jóhannsdóttur. Hún fékk heilablóðfall 2018 og er lömuð að hluta til en hún lætur það þó ekki stoppa sig að baka þúsundir kakna af sörum fyrir viðskiptavina sína. „Þegar þú ert búin að gera þetta mörgum sinnum þá er þetta ekkert mál. Þetta er bara að blanda saman eggjahvítum og möndlum og flórsykur. Þetta er alltaf jafn skemmtileg og ég er að fá góðar viðtökur við bakstrinum,“ segir Rósa. Rósa selur sörurnar mest á heimili í Hveragerði og næsta nágrenni, en það er þó töluvert um að sörurnar hennar fari líka á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Kökurnar eru um 20 mínútur inn í ofni hjá Rósu og svo þarf að setja súkkulaðið á þær og nostra við þær áður en þær fara í öskjur og svo til viðskiptavina. Sörurnar hjá Rósu eru mjög bragðgóðar og fallegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rósa lætur lömunina ekki hafa áhrif á sig. „Nei, nei, eitthvað verð ég að gera, ég vil ekki sitja allan daginn og hafa ekkert að gera, þá er miklu betra að nýta tímann til að gera eitthvað skemmtilegt, sem ég hef áhuga fyrir og get glatt aðra líka með,“ segir hún. Rósa lætur hluta af ágóðanum af sörubakstrinum renna til góðra málefna. „Já, eins og fyrir tveimur árum þá gaf ég taugalækningadeild Landsspítalans og núna fær Krabbameinsfélagið pening frá mér“. Rósa lætur sörubaksturinn ekki stöðva sig þó hún sé lömuð að hluta vegna heilablóðfalls, sem hún fékk 2018.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Jól Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira