Hveragerði

Fréttamynd

Mest skreytta jólahúsið í Hvera­gerði

Kjartan Þór Ólafsson í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að jólaskreytingum á húsi fjölskyldunnar því þar eru fleiri þúsund perur á húsinu og við það, sem lýsa upp hverfið hjá honum.

Innlent
Fréttamynd

Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hvera­gerði

Þeir eru góð hjartaðir fimmtán og sextán ára strákarnir í Hveragerði, sem hafa ákveðið að halda styrktartónleika fyrir „Sjóðinn góða“ á Suðurlandi, sem er fyrir þá sem minna mega sín í jólamánuðinum og yfir jólin. Nafn hljómsveitarinnar vekur sérstaka athygli.

Innlent
Fréttamynd

Að lifa með reisn

Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun

Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú börn á gjör­gæslu vegna E.coli sýkingar

Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik.

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega þrjá­tíu börn í virku eftir­liti

Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans.  

Innlent
Fréttamynd

Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hvera­gerði

Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum.

Innlent
Fréttamynd

Þegar pólitík hindrar fram­för

Það fór ekki fram hjá mörgum er Hamarshöllin í Hveragerði skemmdist og fauk í óveðri í febrúar 2022. Endurreisn hallarinnar og þeirrar aðstöðu sem hún bauð upp á varð að kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. 

Skoðun
Fréttamynd

Margir í vand­ræðum í Kömbunum

Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út í kvöld til að aðstoða fjölda ökumanna sem lentu í vandræðum í Kömbunum í kvöld. Þar hafði myndast talsverð hálka og snjór á veginum sem gerði að verkum að margir komust ekki sinnar leiðar.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­þekja á Hellis­heiði

Vetur konungur virðist kominn á suðvesturhornið og lét hann fyrst sjá sig á Hellisheiðinni í dag. Þá hefur snjóað í fjöll við höfuðborgarsvæðið undir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Gerður Huld seldi húsið á 239 milljónir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, seldi einbýlishús sitt við Þrymsali 1 í Kópavogi á dögunum. Um er að ræða 404 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Hvera­gerði fær stimpilinn frá Mosó

Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ávaxtakarfan frum­sýnd í Hvera­gerði

Immi ananas, Mæja jarðarber, Rauða eplið, Gedda gulrót og græni bananinn verða eflaust áberandi í Hveragerði á næstu vikum því Ávaxtakarfan var frumsýnt þar í dag eftir margra vikna æfingaferli. Leikstjórinn er hæst ánægður með útkomuna.

Lífið
Fréttamynd

Reikna með 700 þúsund ferða­mönnum í Reykjadal

Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun gjalda fyrir barna­fjöl­skyldur í Hvera­gerði

Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil fagnaðar­læti vegna hænu í Hvera­gerði

Mikil gleði braust út á heimili mæðgna í Hveragerði í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga. Mæðgurnar voru búnir að gefa það upp bátinn að Sóley fyndist á lífi en það ótrúlega gerðist, hún kom sprelllifandi heim.

Lífið
Fréttamynd

Hús­bíll valt í hvass­viðri í Kömbunum

Þrír sluppu ómeiddir þegar húsbíll valt og hafnaði utan þjóðvegarins ofarlega í Kömbunum í kvöld. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi á Suðurlandi klukkan níu og segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni ekki stætt á Hellisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Kjörís gaf nokkur tonn af ís í dag

Mörg tonn af ís runnu ofan í þá tuttugu þúsund gesti, sem heimsóttu Kjörís í Hveragerði í dag á Ísdegi fyrirtækisins þar sem allir gátu fengið eins mikið af ókeypis ís eins og þeir vildu. Nokkrir furðulegir ísar voru á boðstólnum, til dæmis laxaís, harðfiskís og sinnepsís.

Innlent
Fréttamynd

Harð­fisk-, laxa- og beikonís á Ísdeginum í Hvera­gerði

Kjörísdagurinn Stóri var haldinn hátíðlegur í Kjörís í Hveragerði í dag í fimmtánda sinn. Hátíðin er dagskrárliður á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum sem er haldin árlega í Hveragerði. Í tilkynningu frá Kjörís kemur fram að gefnir hafi verið um 200 þúsund skammtar af ís og að áætlað sé að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Bíla­röð ísþyrstra

Löng bílaröð hefur myndast á þjóðveginum vestan Hveragerðis. Þangað hafa fjölmargir gert sér ferð á Blómstrandi daga sem fara fram núna um helgina í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

„Við mætum þessu með því að stækka fánann“

Bæjarráð í Hveragerði ákvað á fundi sínum í morgun að stækka regnbogafánann eftir að unnin voru á honum skemmdarverk í nótt. Starfsfólk bæjarins hefur vinnu við stækkuna í dag. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin.

Innlent
Fréttamynd

Verstu skemmdar­verk í sögu Lystigarðsins

Unnar hafa verið miklar skemmdir á grasflötinni í Lystigarðinum í Hveragerði og hefur málið verið tilkynnt til Lögreglunnar á Suðurlandi. Talið er að óprúttnir aðilar hafi ekið um blautan garðinn á vespum.

Innlent