Innlent

Allur Vest­manna­eyja­bær þakinn snjó

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ekki fylgir sögunni hversu margir hafa fest sig í snjónum síðasta sólarhringinn. Vefmyndavél þessi er staðsett við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. 
Ekki fylgir sögunni hversu margir hafa fest sig í snjónum síðasta sólarhringinn. Vefmyndavél þessi er staðsett við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.  Vefmyndavél Geisla.is

Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er.

Á vefmyndavélum Geisla í Vestmannaeyjum sem staðsettar eru við Ægisgötu og Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum má sjá jólasnjóinn mættan með góðum fyrirvara.

Vefmyndavélin við Ægisgötu sýnir svæðið sveipað hvítu vetrarsjali.Vefmyndavél Geisla.is

Snjórinn virðist vekja mikla kátínu innan bæjarins, að minnsta kosti meðal barna bæjarins ef marka má myndir sem grunnskólinn deildi í gær. Þar má sjá börnin renna sér á sleða á skólalóðinni og stilla sér upp fyrir myndatöku í snjónum.

Börnin virðast hæstánægð með snjóinn. Facebook/Grunnskóli Vestmannaeyja

Þá tók Bókasafn Vestmannaeyja vel á móti þeim gestum sem að treystu sér út í skaflana í gær.

Mikið frost situr nú yfir landinu öllu og er snjórinn væntanlegur á öðrum stöðum á landinu von bráðar. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar mun sá snjór sem fallið hefur nýlega og mun falla bráðlega haldast ef kuldaspár rætast. Rætist kuldaspár megi landsmenn búast við hvítum jólum víðast hvar. 


Tengdar fréttir

Mjög kalt og frostið gæti farið yfir tuttugu stig

Mjög kalt verður á landinu í dag þar sem algengar frosttölur verða á bilinu sjö til fjórtán stig. Frostið gæti þó orðið meira en tuttugu stig á stöku stað og sé líklegast að það gerist í innsveitum norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×