Þverhyrna bætist við íslenska fiskafánu Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 15:21 Þverhyrnan tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna en það eru djúpfiskar. Svanhildur Egilsdóttir Ný fiskitegund fannst á íslensku hafsvæði í árlegu haustralli Hafrannsóknastofnunar. Svonefnd þverhyrna hefur aldrei áður veiðst í íslenskri efnahagslögsögu þó að hún hafi verið sérfræðingum kunn um nokkurt skeið. Þverhyrnan kom í net Hafró þegar togað var á miklu dýpi, allt að 1.400 metrum. Fjölmargar lítt þekktar tegundir finnast þegar togað er svo djúpt, jafnvel þótt sumar séu nokkuð algengar, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Hún tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna. Flestir fiskar þess ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botnfiskar eða botn- og miðsævisfiskar. Hafró segir að þegar sjaldgæfir fiskar sem þessir finnist í leiðöngrum séu þeir frystir og skoðanir nánar á rannsóknastofu. Það tók Jónbjörn Pálsson, höfund bókarinnar Íslenskir fiskar sem er stofuninni innan handar við slíkar rannsóknir, aðeins nokkrar sekúndur að bera kennsl á þverhyrnuna. Hyrnan hefur verið Jónbirni og Gunnari Jónssyni, meðhöfundi hans að bókinni, kunn um nokkurn tíma. Hún hefur meðal annars veiðst í leiðöngrum í Grænlandshafi, þar á meðal í Davissundi undan Vestur-Grænlandi og undan Ammasalik við Austur-Grænland. Einnig hefur hún veiðst djúpt vestur og suðvestur af Írlandi og vestan Njörvasunds. Eftir að þverhyrnan veiddist innan íslensku lögsögunnar geti hún nú talist til íslenskrar fiskafánu. Dýr Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þverhyrnan kom í net Hafró þegar togað var á miklu dýpi, allt að 1.400 metrum. Fjölmargar lítt þekktar tegundir finnast þegar togað er svo djúpt, jafnvel þótt sumar séu nokkuð algengar, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Hún tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna. Flestir fiskar þess ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botnfiskar eða botn- og miðsævisfiskar. Hafró segir að þegar sjaldgæfir fiskar sem þessir finnist í leiðöngrum séu þeir frystir og skoðanir nánar á rannsóknastofu. Það tók Jónbjörn Pálsson, höfund bókarinnar Íslenskir fiskar sem er stofuninni innan handar við slíkar rannsóknir, aðeins nokkrar sekúndur að bera kennsl á þverhyrnuna. Hyrnan hefur verið Jónbirni og Gunnari Jónssyni, meðhöfundi hans að bókinni, kunn um nokkurn tíma. Hún hefur meðal annars veiðst í leiðöngrum í Grænlandshafi, þar á meðal í Davissundi undan Vestur-Grænlandi og undan Ammasalik við Austur-Grænland. Einnig hefur hún veiðst djúpt vestur og suðvestur af Írlandi og vestan Njörvasunds. Eftir að þverhyrnan veiddist innan íslensku lögsögunnar geti hún nú talist til íslenskrar fiskafánu.
Dýr Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira