Körfubolti

„Erfitt þegar besti leikmaður liðsins vill að þjálfarinn sé rekinn“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kevin Durant var niðurlútur eftir tapið gegn Indiana Pacers um helgina.
Kevin Durant var niðurlútur eftir tapið gegn Indiana Pacers um helgina. Getty/Elsa

Magnaður viðsnúningur Brooklyn Nets á þeirra tímabili er á meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 2.

„Það sem kemur manni kannski á óvart er að lestin var komin af sporinu en svo náðu þeir að trukka henni aftur inn á eitthvað spor,“ segir Kjartan Atli Kjartansson um lið Brooklyn Nets.

„Viðsnúningurinn eftir að Jacque Vaugn tekur við er ótrúlegur. Hann á mikinn heiður skilinn og það sýnir bara hvað þetta var orðið erfitt undir Steve Nash. Eins og við töluðum um í þarsíðasta þætti þá er þetta bara erfitt þegar besti leikmaður liðsins vill að þjálfarinn sé rekinn,“

„Það er erfitt að snúa því skipi við þegar það er komið þangað,“ segir Hörður Unnsteinsson um liðið, en Vaughn tók við af Nash fyrir skemmstu og hefur algjörlega snúið gengi liðsins við.

Klippa: Lögmál leiksins: Brooklyn Nets

„Nets-liðið er bara fullkomið dæmi um lið sem þurfti á þjálfaraskiptum að halda,“ bætir Hörður við.

Kjartan Atli og Hörður munu njóta aðstoðar Tómasar Steindórssonar og verða þeir félagar í essinu sínu í þætti kvöldsins.

Lögmál leiksins er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 21:00 í kvöld og gerir upp vikuna í NBA-deildinni. Þar á undan er Lokasóknin á dagskrá sem gerir upp nýafstaðna umferð í NFL-deildinni klukkan 20:00 á sömu rás.

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×