Þrjú íslensk stórstjörnulið á CrossFit mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 09:30 Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppninni í Miami eins og margar stórar stjörnur kvenna megin. Instagram/@sarasigmunds Liðakeppni Wodapalooza CrossFit mótsins i Miami verður áhugaverðari með hverjum deginum enda bættist íslensk lið í hana annan daginn í röð. Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira