FIA skerðir tjáningarfrelsi keppenda Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 12:31 Lewis Hamilton hefur lagt sig hvað mest fram við að vekja athygli á málefnum líkt og loftlagsmálum eða réttindum hinseginfólks. AP Photo/Kamran Jebreili FIA, alþjóðasamband akstursíþrótta, sem er meðal annars yfir Formúlu 1 kappakstrinum, hefur samþykkt nýja reglugerð sem skerðir tjáningarfrelsi ökuþóra til muna. Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum. Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum.
Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira