Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 15:05 Pedro Castillo knúsar kellu sína, Liliu Paredes Navarro, á fundi með stuðningsmönnum hans fyrir forsetakosningar sem fóru fram í fyrra. AP/Guadalupe Pardo Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. Fjölskylda Castillo leitaði á náðir mexíkóska sendiráðsins í Lima eftir að Castillo var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Castillo ætlaði að leysa upp þingið þegar það hugðist kæra hann fyrir embættisbrot. Áður en hann náði að gera það fjarlægði þingheimur hann úr embætti. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að unnið væri að því að tryggja Castillo-fjölskyldunni öryggisleið út úr landinu. Ana Cecilia Gervasi, perúsk starfssystir hans, sagði að leyfi til þess hefði þegar verið veitt. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvörðun mexíkóskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli í gær hafi reitt perúska ráðamenn til reiði. Þau hafi nú lýst Pablo Monroy, mexíkóska sendiherrann óvelkominn. Hann fékk 72 klukkustundir til þess að hafa sig á brott. Perúska utanríkisráðuneytið vísar til ítrekaðra yfirlýsinga æðstu ráðamanna í Mexíkó um stjórnmálaástandið í Perú. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst stuðningi við Castillo og sagt að það hafi verið ólýðræðislegt að víkja honum úr embætti. Þetta telja perúsk stjórnvöld afskipti af innri málefnum landsins. Ráðuneytið segir að Lilia Paredes Navarro, eiginkona Castillo, sé einnig til sakamálarannsóknar án þess að fara nánar út í þá sálma, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög gilda nú í Perú vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Castillo var bolað úr forsetastóli. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að kosið verði tafarlaust og að Castillo verði sleppt úr haldi. Þingið samþykkti áætlun um að flýta kosningum um tvö ár. Aukinn meirihluti þess þarf að samþykkja tillöguna á næsta þingi til þess að hún öðlist gildi. Kosningar færu þá fram í apríl 2024. Perú Mexíkó Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Fjölskylda Castillo leitaði á náðir mexíkóska sendiráðsins í Lima eftir að Castillo var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Castillo ætlaði að leysa upp þingið þegar það hugðist kæra hann fyrir embættisbrot. Áður en hann náði að gera það fjarlægði þingheimur hann úr embætti. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að unnið væri að því að tryggja Castillo-fjölskyldunni öryggisleið út úr landinu. Ana Cecilia Gervasi, perúsk starfssystir hans, sagði að leyfi til þess hefði þegar verið veitt. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvörðun mexíkóskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli í gær hafi reitt perúska ráðamenn til reiði. Þau hafi nú lýst Pablo Monroy, mexíkóska sendiherrann óvelkominn. Hann fékk 72 klukkustundir til þess að hafa sig á brott. Perúska utanríkisráðuneytið vísar til ítrekaðra yfirlýsinga æðstu ráðamanna í Mexíkó um stjórnmálaástandið í Perú. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst stuðningi við Castillo og sagt að það hafi verið ólýðræðislegt að víkja honum úr embætti. Þetta telja perúsk stjórnvöld afskipti af innri málefnum landsins. Ráðuneytið segir að Lilia Paredes Navarro, eiginkona Castillo, sé einnig til sakamálarannsóknar án þess að fara nánar út í þá sálma, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög gilda nú í Perú vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Castillo var bolað úr forsetastóli. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að kosið verði tafarlaust og að Castillo verði sleppt úr haldi. Þingið samþykkti áætlun um að flýta kosningum um tvö ár. Aukinn meirihluti þess þarf að samþykkja tillöguna á næsta þingi til þess að hún öðlist gildi. Kosningar færu þá fram í apríl 2024.
Perú Mexíkó Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16