Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 15:05 Pedro Castillo knúsar kellu sína, Liliu Paredes Navarro, á fundi með stuðningsmönnum hans fyrir forsetakosningar sem fóru fram í fyrra. AP/Guadalupe Pardo Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. Fjölskylda Castillo leitaði á náðir mexíkóska sendiráðsins í Lima eftir að Castillo var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Castillo ætlaði að leysa upp þingið þegar það hugðist kæra hann fyrir embættisbrot. Áður en hann náði að gera það fjarlægði þingheimur hann úr embætti. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að unnið væri að því að tryggja Castillo-fjölskyldunni öryggisleið út úr landinu. Ana Cecilia Gervasi, perúsk starfssystir hans, sagði að leyfi til þess hefði þegar verið veitt. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvörðun mexíkóskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli í gær hafi reitt perúska ráðamenn til reiði. Þau hafi nú lýst Pablo Monroy, mexíkóska sendiherrann óvelkominn. Hann fékk 72 klukkustundir til þess að hafa sig á brott. Perúska utanríkisráðuneytið vísar til ítrekaðra yfirlýsinga æðstu ráðamanna í Mexíkó um stjórnmálaástandið í Perú. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst stuðningi við Castillo og sagt að það hafi verið ólýðræðislegt að víkja honum úr embætti. Þetta telja perúsk stjórnvöld afskipti af innri málefnum landsins. Ráðuneytið segir að Lilia Paredes Navarro, eiginkona Castillo, sé einnig til sakamálarannsóknar án þess að fara nánar út í þá sálma, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög gilda nú í Perú vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Castillo var bolað úr forsetastóli. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að kosið verði tafarlaust og að Castillo verði sleppt úr haldi. Þingið samþykkti áætlun um að flýta kosningum um tvö ár. Aukinn meirihluti þess þarf að samþykkja tillöguna á næsta þingi til þess að hún öðlist gildi. Kosningar færu þá fram í apríl 2024. Perú Mexíkó Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Fjölskylda Castillo leitaði á náðir mexíkóska sendiráðsins í Lima eftir að Castillo var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Castillo ætlaði að leysa upp þingið þegar það hugðist kæra hann fyrir embættisbrot. Áður en hann náði að gera það fjarlægði þingheimur hann úr embætti. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að unnið væri að því að tryggja Castillo-fjölskyldunni öryggisleið út úr landinu. Ana Cecilia Gervasi, perúsk starfssystir hans, sagði að leyfi til þess hefði þegar verið veitt. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvörðun mexíkóskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli í gær hafi reitt perúska ráðamenn til reiði. Þau hafi nú lýst Pablo Monroy, mexíkóska sendiherrann óvelkominn. Hann fékk 72 klukkustundir til þess að hafa sig á brott. Perúska utanríkisráðuneytið vísar til ítrekaðra yfirlýsinga æðstu ráðamanna í Mexíkó um stjórnmálaástandið í Perú. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst stuðningi við Castillo og sagt að það hafi verið ólýðræðislegt að víkja honum úr embætti. Þetta telja perúsk stjórnvöld afskipti af innri málefnum landsins. Ráðuneytið segir að Lilia Paredes Navarro, eiginkona Castillo, sé einnig til sakamálarannsóknar án þess að fara nánar út í þá sálma, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög gilda nú í Perú vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Castillo var bolað úr forsetastóli. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að kosið verði tafarlaust og að Castillo verði sleppt úr haldi. Þingið samþykkti áætlun um að flýta kosningum um tvö ár. Aukinn meirihluti þess þarf að samþykkja tillöguna á næsta þingi til þess að hún öðlist gildi. Kosningar færu þá fram í apríl 2024.
Perú Mexíkó Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16