Áramót 22/23 – „Get the look!“ Nathan & Olsen 27. desember 2022 10:10 Divurnar Adriana Lima, Doja Cat og Rosie Huntington- Whitely Förðunarmeistarinn Birkir Már Hafberg gefur hér góð ráð fyrir áramótaförðunina. Höfum við ekki öll séð okkar uppáhaldsstjörnur með geggjaða förðun og hugsað: „hvernig get ég farðað mig svona?“ Nú þegar áramótin eru að skella á viljum við skarta okkar fegursta og vera smá extra fyrir nýja árið 2023. Ég valdi þrjár af mínum uppáhalds „iconic“ förðunum frá 2022. Hellið ykkur kampavíni í glas og grípið penslana, let‘s get the look! Seiðandi Smokey með Rose Huntington-Whitely Smokey förðun klikkar aldrei! Hér er gyðjan hún Rosie Huntington-Whitely með kaldtónað smokey. Ég mæli með að byrja á því að nota mjúkan blýant sem grunn. The Eye Pencil í Black Ebony frá Guerlain er einstaklega mjúkur og einfaldur að blanda. Notið blýantinn við augnhárarótina og dreifið honum ofar á augnlokið. Imperial Moon pallettan frá Guerlain er fullkomin fyrir svona look! Notið dekksta litinn til að dreifa enn betur úr blýantinum og pressið gráa litnum á augnlokið. Þegar það kemur að smokey finnst mér að augnhárin eigi að fá að njóta sín líka. Notið maskara sem þéttir og lengir vel augnhárin, ég mæli með Noir G maskaranum frá Guerlain. Hann þéttir, lengir og krullar augnhárin. Burstinn er boginn og nær því alveg að innri augnhárunum. Þegar við erum með mikinn skugga á augunum er alltaf klassískt að nota léttari lit á varirnar. Rouge G varalitirnir frá Guerlain eru gullfallegir og 360 Milky Beige passar ótrúlega vel við þetta look. Klassísk og Elegant með Adriana Lima Það er fátt hátíðlegra en rauður varalitur. Það eru allskonar rauðir litir í boði en hér er hún Adriana Lima með gullfallegan djúpan rauðan lit. Ég mæli með ModernMatte Powder Lipstick í Exotic Red frá Shiseido. Það er alltaf sniðugt að nota varablýant með svona djarfa liti, þá endist liturinn mun lengur. Ég nota LipLiner InkDuo í Scarlet 09 sem er með primer öðru megin og litinn hinum megin. Þú spyrð kannski „af hverju primer undir varalit?“, en primerinn kemur í veg fyrir að varaliturinn blæði út fyrir varalínuna. Þegar þú notar hann myndi ég bera hann örlítið út fyrir varalínuna til að tryggja að liturinn verði alveg skotheldur! Með varalitnum er klassískt að hafa ljósan lit á augunum og liner. Mér finnst brúnn eyeliner alltaf aðeins mildari heldur en svartur en ég nota oft MicroInk Liner í Brown frá Shiseido. Hann er mjúkur en einnig vatnsheldur og helst því allan daginn. Ef þú villt bæta smá meiri glamúr við lúkkið myndi ég pressa með fingri augnskugganum Horo-Horo Silk frá Shiseido á augnlokin. Djörf og Sexy með Doja Cat Ég veit ekki hversu lengi ég starði á förðunina hennar Doja Cat þegar hún kom fram á Grammys hátíðinni í ár, algjör gyðja! Mér finnst plómu litaðir augnskuggar algjörlega málið fyrir brún augu. Intensité pallettan frá Chanel er tilvalin til að fá þetta look. Notið möttu litina í glóbuslínunni til að dýpka augun. Pressið svo litnum efst í hægra hornið og yfir allt augnlokið til að birta og gefa ljóma. Kremuðu augnskuggarnir frá Chanel eru algjört möst og ég myndi mæla með að pressa smá af 22 Rayon yfir til að fá enn meira glimmer. Að skella dökkum blýanti inn í vatnslínuna tekur þetta look á næsta level! Stylo Yeux blýantirnir frá Chanel eru vatnsheldir og haldast sérstaklega vel á vatnslínunni. Liturinn 82 Cassis er dökkfjólublár og parast mjög vel með augnskuggunum. Gloss er besti vinur þinn ef þú villt vera „eye catching“ týpa í áramótateitinu. Fyrir svona look myndi ég nota Rouge Coco Baume, sem er eins og varasalvi með lit sem nærir varirnar extra vel, í litnum 914 Natural Charm. Ekki veitir af að bæta enn meira glimmeri og skella á sig Rouge Coco Gloss í 774 Excitation sem virkar eins og glimmer top coat á varirnar. Ég fæ ekki nóg af honum! Förðun Tíska og hönnun Jól Áramót Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Höfum við ekki öll séð okkar uppáhaldsstjörnur með geggjaða förðun og hugsað: „hvernig get ég farðað mig svona?“ Nú þegar áramótin eru að skella á viljum við skarta okkar fegursta og vera smá extra fyrir nýja árið 2023. Ég valdi þrjár af mínum uppáhalds „iconic“ förðunum frá 2022. Hellið ykkur kampavíni í glas og grípið penslana, let‘s get the look! Seiðandi Smokey með Rose Huntington-Whitely Smokey förðun klikkar aldrei! Hér er gyðjan hún Rosie Huntington-Whitely með kaldtónað smokey. Ég mæli með að byrja á því að nota mjúkan blýant sem grunn. The Eye Pencil í Black Ebony frá Guerlain er einstaklega mjúkur og einfaldur að blanda. Notið blýantinn við augnhárarótina og dreifið honum ofar á augnlokið. Imperial Moon pallettan frá Guerlain er fullkomin fyrir svona look! Notið dekksta litinn til að dreifa enn betur úr blýantinum og pressið gráa litnum á augnlokið. Þegar það kemur að smokey finnst mér að augnhárin eigi að fá að njóta sín líka. Notið maskara sem þéttir og lengir vel augnhárin, ég mæli með Noir G maskaranum frá Guerlain. Hann þéttir, lengir og krullar augnhárin. Burstinn er boginn og nær því alveg að innri augnhárunum. Þegar við erum með mikinn skugga á augunum er alltaf klassískt að nota léttari lit á varirnar. Rouge G varalitirnir frá Guerlain eru gullfallegir og 360 Milky Beige passar ótrúlega vel við þetta look. Klassísk og Elegant með Adriana Lima Það er fátt hátíðlegra en rauður varalitur. Það eru allskonar rauðir litir í boði en hér er hún Adriana Lima með gullfallegan djúpan rauðan lit. Ég mæli með ModernMatte Powder Lipstick í Exotic Red frá Shiseido. Það er alltaf sniðugt að nota varablýant með svona djarfa liti, þá endist liturinn mun lengur. Ég nota LipLiner InkDuo í Scarlet 09 sem er með primer öðru megin og litinn hinum megin. Þú spyrð kannski „af hverju primer undir varalit?“, en primerinn kemur í veg fyrir að varaliturinn blæði út fyrir varalínuna. Þegar þú notar hann myndi ég bera hann örlítið út fyrir varalínuna til að tryggja að liturinn verði alveg skotheldur! Með varalitnum er klassískt að hafa ljósan lit á augunum og liner. Mér finnst brúnn eyeliner alltaf aðeins mildari heldur en svartur en ég nota oft MicroInk Liner í Brown frá Shiseido. Hann er mjúkur en einnig vatnsheldur og helst því allan daginn. Ef þú villt bæta smá meiri glamúr við lúkkið myndi ég pressa með fingri augnskugganum Horo-Horo Silk frá Shiseido á augnlokin. Djörf og Sexy með Doja Cat Ég veit ekki hversu lengi ég starði á förðunina hennar Doja Cat þegar hún kom fram á Grammys hátíðinni í ár, algjör gyðja! Mér finnst plómu litaðir augnskuggar algjörlega málið fyrir brún augu. Intensité pallettan frá Chanel er tilvalin til að fá þetta look. Notið möttu litina í glóbuslínunni til að dýpka augun. Pressið svo litnum efst í hægra hornið og yfir allt augnlokið til að birta og gefa ljóma. Kremuðu augnskuggarnir frá Chanel eru algjört möst og ég myndi mæla með að pressa smá af 22 Rayon yfir til að fá enn meira glimmer. Að skella dökkum blýanti inn í vatnslínuna tekur þetta look á næsta level! Stylo Yeux blýantirnir frá Chanel eru vatnsheldir og haldast sérstaklega vel á vatnslínunni. Liturinn 82 Cassis er dökkfjólublár og parast mjög vel með augnskuggunum. Gloss er besti vinur þinn ef þú villt vera „eye catching“ týpa í áramótateitinu. Fyrir svona look myndi ég nota Rouge Coco Baume, sem er eins og varasalvi með lit sem nærir varirnar extra vel, í litnum 914 Natural Charm. Ekki veitir af að bæta enn meira glimmeri og skella á sig Rouge Coco Gloss í 774 Excitation sem virkar eins og glimmer top coat á varirnar. Ég fæ ekki nóg af honum!
Förðun Tíska og hönnun Jól Áramót Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira