„Þættirnir eru hugsaðir fyrir leikskólabörn og fyrstu stig grunnskóla en auðvitað geta allir í fjölskyldunni haft gaman af þáttunum. Þetta getur verið kósý fjölskyldustund yfir hátíðarnar,“ segir Þóra Rós um æfingarnar.
„Mig langaði að gera jólayoga fyrir krakka. Hátíðarnar færa okkur dýrmætar stundir og á sama tíma getur spenningurinn verið mikill. Hugmyndin með jólajóga er að kenna börnum að taka eftir öllu því fallega sem jólin koma með, hvetja þau til að taka betur eftir umhverfinu sínu, og vera meðvituð um líkamann sinn og tilfinningar.“
Þóra Rós er með síðuna 101yoga.is og Instagram @101yogareykjavik