Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 11:26 Agnes M. Sigurðardóttir er Biskup Íslands. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. „Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30. Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
„Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30.
Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira