Syngjandi jólalottó Spánverja Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. desember 2022 16:00 Angel Abaga og Alonso Davalos, nemendur við San Ildefonso skólann í Madrid, syngja númerið sem hlaut stærsta vinninginn í hinu árlega jólalottói Spánverja. Oscar Gonzalez/Getty Images Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira