Níu börn fæddust á fæðingardeild Landspítalans en í fyrra fæddust sex börn á aðfangadag.
Stúlka fæddist rétt eftir að aðfangadagur rann upp á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.
Ekkert barn fæddist á aðfangadag á Sjúkrahúsinu á Akureyri en þrjú börn fæddust þar í nótt, á jóladag.
Ekkert barn fæddist á Selfossi heldur en engin svör fengust um fæðingar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands né Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við vinnslu fréttarinnar.
