„Hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 14:46 Páll Sævar Guðjónsson segir erfiðleika í einkalífinu setja strik í reikninginn hjá ríkjandi heimsmeistara. Samsett/Vísir/Getty Peter Wright, heimsmeistari í pílukasti, féll óvænt úr keppni á heimsmeistaramótinu í 32-manna úrslitum í Lundúnum í gær. Páll Sævar Guðjónsson segir veikindi eiginkonu hans hafa haft sitt að segja. „Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar. Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
„Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar.
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira