Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið Árni Jóhannsson skrifar 28. desember 2022 22:27 Hildur Björg sveiflar tveimur af 14 stigum sínum ofan í körfuna gegn Njarðvík Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing. „Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
„Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55