Óvissustigi Almannavarna lýst yfir: Útilokar hvorki brennur né flugelda Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnasvið ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, vegna óveðurs sem hefst í nótt. Yfirlögregluþjónn segir þó ekki útséð um að unnt verði að halda áramótabrennur annað kvöld. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á aflögn jafnlaunavottunar Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á aflögn jafnlaunavottunar Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29
Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18