Lífið samstarf

Karla­lands­lið Ís­lands mætir Ung­verja­landi á fimmtu­­dag, ertu með mann leiksins á Kristal­tæru?

KKÍ

Íslenska karlalandsliðið leikur tvo risastóra landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er framundan í nýrri undankeppni EM, EuroBasket 2025.

Landsliðsglugginn stendur yfir dagana 19.-26. febrúar og leikur Ísland sinn fyrri leik í Laugardalshöllinni gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 22. febrúar kl. 19:30. Síðari leikurinn er í Istanbúl gegn Tyrklandi, sunnudaginn 25. febrúar kl. 13 að íslenskum tíma (kl. 16 að staðartíma ytra). RÚV mun sýna báða leikina beint.

Ísland er í B-riðli með Tyrklandi, Ítalíu og Ungverjalandi og fara þrjú efstu liðin áfram á lokamót EM haustið 2025 sem haldið verður í fjórum löndum, í Finnlandi, Lettlandi, Póllandi og á Kýpur. Úrslitin fara svo fram í Póllandi.

Næstu landsliðsgluggar verða í nóvember 2024 og febrúar 2025.

Uppselt varð á leikinn í síðustu viku og ljóst að það er mikill áhugi og stemnning fyrir leiknum.

Kjóstu Kristalsleikmanninn, þann leikmann íslenska landsliðsins sem þú telur að muni standa sig best í leiknum.

Þessi grein er gerð í samstarfi við KKÍ og Kristal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×