Áramótaheit og framtíðarmarkmið Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 1. janúar 2023 20:00 Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun