Eftir að ljóst var að Granerud hafði unnið þá fór hann niður í jógastöðuna frægu og fagnaði eins og landi hans Erling Braut Haaland hefur gert svo oft eftir að hafa skorað mark fyrir Manchester City, Borussia Dortmund, RB Salzburg eða Molde.
Jaki tu spokój...
— TVP SPORT (@sport_tvppl) January 2, 2023
Granerud Haaland pic.twitter.com/CWK04zgLKA
Granerud sagðist eftir keppnina hafa ætlað að fagna svona á þessu móti fyrir tveimur árum þegar Haaland var að raða inn mörkum í Þýskalandi. Pólverjinn Dawid Kubacki sló honum þá við og vann mótið sem fer alltaf fram á fyrsta degi ársins.
Nú var komið að hinum 26 ára gamla Norðmanni að fagna sigri og hann greip tækifærið.
Granerud Haaland...
— Eurosport (@eurosport) January 1, 2023
It's a Norwegian thing #4Hills | #FourHills | @HGranerud pic.twitter.com/5dTgG8xvP1
Norska ríkisútvarpið segir að Granerud sé samt stuðningsmaður Arsenal en að hann haldi engu að síður mikið upp á Haaland. Granerud gat glaðst með báðum um helgina því Arsenal vann og Haaland skoraði enn eitt markið.
Sigur Granerud þýðir að hann er efstur í baráttunni um heimsbikarinn en næstur honum er Pólverjinn Dawid Kubacki.
Halvor Egner Granerud made it back-to-back #4Hills wins with his first success at Garmisch-Partenkirchen.
— The Olympic Games (@Olympics) January 1, 2023
Find out why he celebrated like his fellow Norwegian, star striker @ErlingHaaland. @FISskijumping | @vier_schanzen | @HGranerudhttps://t.co/y5xuWI35Ch