Sóli útskrifaður úr fimm ára krabbameinseftirliti: „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. janúar 2023 15:49 Sóli Hólm er útskrifaður úr krabbameinseftirliti. Vísir/Vilhelm Grínistinn Sóli Hólm er formlega útskrifaður úr eftirliti vegna krabbameins sem hann greindist með fyrir rúmum fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segist Sóli vera þakklátur og segir hann gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum. „Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“ Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“
Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24