Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. janúar 2023 13:31 Söngkonan Björk Guðmundsdóttir náði á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma. Getty/Ron Davis Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. Þykir betri en Rihanna Á listanum má finna marga af frægustu söngvurum sögunnar og Björk skorar hærra en ýmsar kanónur. Má þar til dæmis nefna að Rihanna situr í 68. sæti, Bruce Springsteen í 77. sæti, Janis Joplin í 78. sæti og Bob Marley í 98. sæti. „Öskrar af ástríðu og innsýn“ Tímaritið Rolling Stone skrifar meðal annars að margir söngvarar hafi reynt að herma eftir einstökum stíl Bjarkar en slíkt sé mjög erfitt að gera. Hún er sögð búa yfir mikilli breidd þar sem hún er meðal annars þekkt fyrir að syngja með miklum hreim í lægri tónunum og búi á sama tíma yfir rödd sem virðist öskra af ástríðu og innsýn. Þá er henni hrósað fyrir fjölbreytta nálgun á tónlist á síðastliðnum fimm áratugum, sem Rolling Stone segir hafa ýtt undir þróun á hráum og óvenjulegum stíl Bjarkar. Björk hefur spilað á tónleikum víðs vegar um heiminn. Hér er hún á tónlistarhátíðinni Primavera Sound í Chile síðastliðinn nóvember.Santiago Felipe/Getty Images Topp fimm Söngkonan Aretha Franklin situr efst á lista Rolling Stone en hún hefur með sanni haft gríðarleg áhrif á tónlistarheiminn og í pistlinum er rödd hennar meðal annars líst sem gjöf frá himnum. Fraklin lést árið 2018 og skilur eftir sig ómetanlega menningarlega arfleifð. Diskódrottningin Whitney Houston fylgir fast á eftir og situr í öðru sæti, Sam Cooke í þriðja sæti, Billie Holiday í því fjórða og Mariah Carey í fimmta sæti. Listann má finna hér. Tónlist Menning Tengdar fréttir Björk um ömmuhlutverkið: „Alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn“ Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali hjá breska miðlinum The Times nú á dögunum og ræddi þar um tónlistarferilinn, móðurhlutverkið og ömmuhlutverkið. 7. desember 2022 23:55 Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þykir betri en Rihanna Á listanum má finna marga af frægustu söngvurum sögunnar og Björk skorar hærra en ýmsar kanónur. Má þar til dæmis nefna að Rihanna situr í 68. sæti, Bruce Springsteen í 77. sæti, Janis Joplin í 78. sæti og Bob Marley í 98. sæti. „Öskrar af ástríðu og innsýn“ Tímaritið Rolling Stone skrifar meðal annars að margir söngvarar hafi reynt að herma eftir einstökum stíl Bjarkar en slíkt sé mjög erfitt að gera. Hún er sögð búa yfir mikilli breidd þar sem hún er meðal annars þekkt fyrir að syngja með miklum hreim í lægri tónunum og búi á sama tíma yfir rödd sem virðist öskra af ástríðu og innsýn. Þá er henni hrósað fyrir fjölbreytta nálgun á tónlist á síðastliðnum fimm áratugum, sem Rolling Stone segir hafa ýtt undir þróun á hráum og óvenjulegum stíl Bjarkar. Björk hefur spilað á tónleikum víðs vegar um heiminn. Hér er hún á tónlistarhátíðinni Primavera Sound í Chile síðastliðinn nóvember.Santiago Felipe/Getty Images Topp fimm Söngkonan Aretha Franklin situr efst á lista Rolling Stone en hún hefur með sanni haft gríðarleg áhrif á tónlistarheiminn og í pistlinum er rödd hennar meðal annars líst sem gjöf frá himnum. Fraklin lést árið 2018 og skilur eftir sig ómetanlega menningarlega arfleifð. Diskódrottningin Whitney Houston fylgir fast á eftir og situr í öðru sæti, Sam Cooke í þriðja sæti, Billie Holiday í því fjórða og Mariah Carey í fimmta sæti. Listann má finna hér.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Björk um ömmuhlutverkið: „Alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn“ Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali hjá breska miðlinum The Times nú á dögunum og ræddi þar um tónlistarferilinn, móðurhlutverkið og ömmuhlutverkið. 7. desember 2022 23:55 Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Björk um ömmuhlutverkið: „Alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn“ Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali hjá breska miðlinum The Times nú á dögunum og ræddi þar um tónlistarferilinn, móðurhlutverkið og ömmuhlutverkið. 7. desember 2022 23:55
Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30
Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00