Veðmálaskandall skekur snókerheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 10:45 Zhao Xintong var dæmdur í bann í gær. Will Matthews/PA Images via Getty Images Tíu kínverskir snókerspilarar hafa verið dæmdir í bann af Alþjóðasnókersambandinu vegna gruns um aðild þeirra að stórfelldu veðmálasvindli innan íþróttarinnar. Alþjóðasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint er frá því að Jason Ferguson, stjórnarformaður sambandsins, hafi ákveðið að banna þá Zhang Jiankang og Zhao Xintong frá því að taka þátt á heimsmótaröðinni í snóker. Þeir sæta rannsókn vegna ásakana um hagræðingu úrslita og er ákvörðun sambandsins hluti af víðtækri rannsókn vegna slíks, sem talið er stafa af veðmálasvindli. Zhao Xintong átti að spila við fjórfaldan heimsmeistara Mark Selby á hinu árlega Masters-móti sem hefst í Alexandra Palace í Lundúnum um helgina, en ljóst er að ekki verður af því. Xintong fagnaði sigri á breska meistaramótinu árið 2021. Þeir Xintong og Jiankang eru níundi og tíundi í röð kínverskra snókerspilara sem hafa hlotið bann vegna meints veðmálasvindls. Liang Wenbo var fyrstur í október en sjö snókerspilarar voru skikkaðir í bann í desember. Þeir Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu voru bannaðir snemma í desember. Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fylgdi um miðjan mánuðinn og Chen Zifan varð sá áttundi í lok desember. Í tilkynningu Alþjóðasnókersambandsins segir að „víðtæk rannsókn þess væri langt komin“ og að tilkynningar vegna hennar sé að vænta fljótlega. Þegar henni lýkur verði möguleikar á kærum gegn mönnunum tíu skoðaðar. Snóker Kína Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Alþjóðasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint er frá því að Jason Ferguson, stjórnarformaður sambandsins, hafi ákveðið að banna þá Zhang Jiankang og Zhao Xintong frá því að taka þátt á heimsmótaröðinni í snóker. Þeir sæta rannsókn vegna ásakana um hagræðingu úrslita og er ákvörðun sambandsins hluti af víðtækri rannsókn vegna slíks, sem talið er stafa af veðmálasvindli. Zhao Xintong átti að spila við fjórfaldan heimsmeistara Mark Selby á hinu árlega Masters-móti sem hefst í Alexandra Palace í Lundúnum um helgina, en ljóst er að ekki verður af því. Xintong fagnaði sigri á breska meistaramótinu árið 2021. Þeir Xintong og Jiankang eru níundi og tíundi í röð kínverskra snókerspilara sem hafa hlotið bann vegna meints veðmálasvindls. Liang Wenbo var fyrstur í október en sjö snókerspilarar voru skikkaðir í bann í desember. Þeir Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu voru bannaðir snemma í desember. Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fylgdi um miðjan mánuðinn og Chen Zifan varð sá áttundi í lok desember. Í tilkynningu Alþjóðasnókersambandsins segir að „víðtæk rannsókn þess væri langt komin“ og að tilkynningar vegna hennar sé að vænta fljótlega. Þegar henni lýkur verði möguleikar á kærum gegn mönnunum tíu skoðaðar.
Snóker Kína Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira