Úr slæmu ástandi í enn verra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 19:00 Eggert Eyjólfsson, sérfræðingur í bráðalækningum. Vísir/Egill Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira