Vilja byggja völl í nafni Pelé á Breiðdalsvík Smári Jökull Jónsson skrifar 5. janúar 2023 07:01 Pele gæti fengið völl í sínu nafni á Breiðdalsvík. Vísir/Getty Stjórn Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal hefur sent Knattspyrnusambandi Íslands bréf þar sem þeir lýsa yfir áhuga á byggður verði völlur á Breiðdalsvík í nafni brasilísku goðsagnarinnar Pele. Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést í síðustu viku en þúsundir fylgdu honum síðasta spölinn þegar hann var borinn til grafar í borginni Santos í fyrradag. Í jarðarför Pelé sagði Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, að hann myndi biðja allir þjóðir heims um að nefna einn leikvang í höfuðið á leikmanninum goðsagnakennda. Stjórn Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal greip þennan bolta frá Infantino á lofti og hefur nú sent bréf til Knattspyrnusambands Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhuga á því að byggður verði völlur á Breiðdalsvík sem nefndur yrði eftir knattspyrnugoðsögninni. Austurfrétt greinir frá málinu í dag. Í bréfi ungmennafélagsins er sagt frá því að enginn knattspyrnuvöllur sé á Breiðdalsvík, ekki einu sinni sparkvöllur. Í frétt Austurfréttar segir auk þess að knattspyrna hafi lengi verið stunduð að Staðarborg í Breiðdal sem er sjö kílómetra fyrir innan þorpið. Í bréfi Hrafnkels Freysgoða kemur einnig fram að uppgangur sé á Breiðdalsvík, verið sé að byggja þar fjölda íbúðahúsa og að nemendum hafi fjölgað í grunnskólanum um þriðjung á milli ára. Hins vegar vanti alla aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og því sé óskað eftir stuðningi frá KSÍ við framtakið. Andlát Pele Fjarðabyggð Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést í síðustu viku en þúsundir fylgdu honum síðasta spölinn þegar hann var borinn til grafar í borginni Santos í fyrradag. Í jarðarför Pelé sagði Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, að hann myndi biðja allir þjóðir heims um að nefna einn leikvang í höfuðið á leikmanninum goðsagnakennda. Stjórn Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal greip þennan bolta frá Infantino á lofti og hefur nú sent bréf til Knattspyrnusambands Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhuga á því að byggður verði völlur á Breiðdalsvík sem nefndur yrði eftir knattspyrnugoðsögninni. Austurfrétt greinir frá málinu í dag. Í bréfi ungmennafélagsins er sagt frá því að enginn knattspyrnuvöllur sé á Breiðdalsvík, ekki einu sinni sparkvöllur. Í frétt Austurfréttar segir auk þess að knattspyrna hafi lengi verið stunduð að Staðarborg í Breiðdal sem er sjö kílómetra fyrir innan þorpið. Í bréfi Hrafnkels Freysgoða kemur einnig fram að uppgangur sé á Breiðdalsvík, verið sé að byggja þar fjölda íbúðahúsa og að nemendum hafi fjölgað í grunnskólanum um þriðjung á milli ára. Hins vegar vanti alla aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og því sé óskað eftir stuðningi frá KSÍ við framtakið.
Andlát Pele Fjarðabyggð Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Sjá meira