Atvikið gerðist í þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum og Memphis Grizzlies liðið var komið næstum því þrjátíu stiga forskot.
Sókn Grizzlies mann hófst á því að Morant lét boltann liggja á gólfinu í tuttugu sekúndur. Charlotte hafði sett niður þrist og Memphis tekið boltann inn.
Leiklukkan gekk en skotklukkan fór ekki í gang því enginn hafði komið við boltann inn á vellinum.
Boltinn lá þarna á gólfinu fyrir framan Morant í allan þann tíma þar til að loksins kom leikmaður Charlotte Hornets og setti pressu á hann. Þá tók Morant boltann upp og hóf sóknina.
Ja Morant endaði leikinn með 23 stig og 8 stoðsendingar á 27 mínútum.