Avatar 2 nálgast tvo milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2023 11:51 Jake Sully á góðri stundu á Pandóru. Kvikmyndin Avatar: The Way of Water eftir James Cameron halaði inn rúmum einum og hálfum milljarði dala á einungis 22 dögum í kvikmyndahúsum. Það er þrátt fyrir að myndin þyki hafa farið hægt af stað. Avatar hefur tekið fram úr Top Gun: Maverick og situr nú í tíunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, án tillits til verðbólgu. James Cameron hefur sagt að myndin, sem fyrst stóð til að frumsýna árið 2014, þurfi að hala inn minnst tveimur milljörðum dala til að skila hagnaði og hefur lýst henni sem einhverri verstu viðskiptahugmynd kvikmyndasögunnar. Cameron stefnir að því að gera minnst tvær Avatar-myndir til viðbótar. Fyrsta Avatarmyndin, sem kom út árið 2009, er tekjuhæsta mynd sögunnar, án þess að tillit sé tekið til verðbólgu, en hún hefur samkvæmt Box Office Mojo halað inn tæpur þremur milljörðum dala. Listinn yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, með tilliti til verðbólgu, er lítur allt öðruvísi út en hann má finna hér. Way of Water gerist rúmum áratug á eftir fyrri myndinni og snýst hún um þau Jake Sully og Neytiri sem leikin eru af Sam Worthington og Zoe Saldaña, og börn þeirra Neyteyam, Lo´ak, Tuktirey og Kiri. Í frétt Variety segir að Way of Water hafi grætt mikið á hærri verðmiðum á Imax-sýningar vestanhafs, mikilli ánægju áhorfenda og að margir hafi séð hana oftar en einu sinni. Miðillinn hefur eftir greinendum að tekjur myndarinnar verði í minnsta lagi 1,8 milljarðar dala og að tveir milljarðar séu raunhæfur möguleiki. Cameron sagði í nýlegu viðtali að þriðja Avatar-myndin ætti að snúa að „öskufólki“ á Pandóru og hún myndi sýna dekkri mynd af Na‘vi fólkinu en áhorfendur hafi séð hingað til. Öskufólkið notist mikið við eld. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjörnurnar skinu skært á bláum dregli Avatar Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram í gærkvöldi í London í kvikmyndahúsinu á Leicester Square. Það var stjörnuprýddur gestalisti á forsýningunni og létu leikarar og leikstjórar myndarinnar sömuleiðis sjá sig. 7. desember 2022 14:31 Glæný stikla úr Avatar myndinni sem kemur út í desember Í nótt kom út glæný stikla fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water. Nýja Avatar kvikmyndin er væntanleg í bíóhús hér á landi 16. desember. 22. nóvember 2022 12:30 Ný stikla: Pandóra hefur aldrei verið glæsilegri Framleiðendur Avatar kvikmyndanna hafa nú loks birt fulla stiklu fyrir næstu myndina í seríunni. Hún heitir Way of Water og og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum. 2. nóvember 2022 13:56 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
James Cameron hefur sagt að myndin, sem fyrst stóð til að frumsýna árið 2014, þurfi að hala inn minnst tveimur milljörðum dala til að skila hagnaði og hefur lýst henni sem einhverri verstu viðskiptahugmynd kvikmyndasögunnar. Cameron stefnir að því að gera minnst tvær Avatar-myndir til viðbótar. Fyrsta Avatarmyndin, sem kom út árið 2009, er tekjuhæsta mynd sögunnar, án þess að tillit sé tekið til verðbólgu, en hún hefur samkvæmt Box Office Mojo halað inn tæpur þremur milljörðum dala. Listinn yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, með tilliti til verðbólgu, er lítur allt öðruvísi út en hann má finna hér. Way of Water gerist rúmum áratug á eftir fyrri myndinni og snýst hún um þau Jake Sully og Neytiri sem leikin eru af Sam Worthington og Zoe Saldaña, og börn þeirra Neyteyam, Lo´ak, Tuktirey og Kiri. Í frétt Variety segir að Way of Water hafi grætt mikið á hærri verðmiðum á Imax-sýningar vestanhafs, mikilli ánægju áhorfenda og að margir hafi séð hana oftar en einu sinni. Miðillinn hefur eftir greinendum að tekjur myndarinnar verði í minnsta lagi 1,8 milljarðar dala og að tveir milljarðar séu raunhæfur möguleiki. Cameron sagði í nýlegu viðtali að þriðja Avatar-myndin ætti að snúa að „öskufólki“ á Pandóru og hún myndi sýna dekkri mynd af Na‘vi fólkinu en áhorfendur hafi séð hingað til. Öskufólkið notist mikið við eld.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjörnurnar skinu skært á bláum dregli Avatar Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram í gærkvöldi í London í kvikmyndahúsinu á Leicester Square. Það var stjörnuprýddur gestalisti á forsýningunni og létu leikarar og leikstjórar myndarinnar sömuleiðis sjá sig. 7. desember 2022 14:31 Glæný stikla úr Avatar myndinni sem kemur út í desember Í nótt kom út glæný stikla fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water. Nýja Avatar kvikmyndin er væntanleg í bíóhús hér á landi 16. desember. 22. nóvember 2022 12:30 Ný stikla: Pandóra hefur aldrei verið glæsilegri Framleiðendur Avatar kvikmyndanna hafa nú loks birt fulla stiklu fyrir næstu myndina í seríunni. Hún heitir Way of Water og og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum. 2. nóvember 2022 13:56 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Stjörnurnar skinu skært á bláum dregli Avatar Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram í gærkvöldi í London í kvikmyndahúsinu á Leicester Square. Það var stjörnuprýddur gestalisti á forsýningunni og létu leikarar og leikstjórar myndarinnar sömuleiðis sjá sig. 7. desember 2022 14:31
Glæný stikla úr Avatar myndinni sem kemur út í desember Í nótt kom út glæný stikla fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water. Nýja Avatar kvikmyndin er væntanleg í bíóhús hér á landi 16. desember. 22. nóvember 2022 12:30
Ný stikla: Pandóra hefur aldrei verið glæsilegri Framleiðendur Avatar kvikmyndanna hafa nú loks birt fulla stiklu fyrir næstu myndina í seríunni. Hún heitir Way of Water og og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum. 2. nóvember 2022 13:56
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið