Vinkonurnar óttast að nýi kærastinn spilli hlaupunum Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 22:49 Mari Järsk er ein fremsta hlaupakona landsins. Vonandi breytir nýr kærasti því ekki. Vísir/Sigurjón Hlaupakonan Mari Järsk segir vinkonur sínar hafa miklar áhyggjur af því að nýlegt ástarævintýri hennar spilli hlaupaferli hennar. Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan: Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira