Erlent

Stuðnings­menn Bol­sonaro réðust inn í þing­húsið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið í dag. Margir þeirra voru klæddir í brasilísku fánalitina, sem voru einkennandi fyrir stuðningsfólk forsetans fyrrverandi í kosningabaráttunni í haust.
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið í dag. Margir þeirra voru klæddir í brasilísku fánalitina, sem voru einkennandi fyrir stuðningsfólk forsetans fyrrverandi í kosningabaráttunni í haust. AP/Eraldo Peres

Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá.

Bolsonaro, sem telst vera utarlega á hægri væng stjórnmálanna, tapaði í forsetakosningum fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem oftast er þekktur sem Lula, í forsetakosningum í október á síðasta ári. Kosningarnar fóru í aðra umferð þar sem Lula vann nauman sigur gegn Bolsonaro. Lula tók formlega við embættinu á nýársdag.

Stuðningsmenn Bolsonaro hafa margir neitað að viðurkenna ósigur síns manns í kosningunum. Í dag náði óánægja þeirra nýjum hæðum þegar þeir brutu sér leið inn í þinghúsið, sem er staðsett í höfðborginni Brasilíu. 

Meðal þess sem stuðningsmenn Bolsonaro gerðu var að brjóta rúður þinghússins, en þeim var mætt með táragasi lögreglu og óeirðasveit hersins. Kröfur óeirðaseggjanna eru að her Brasilíu stigi inn í og að Lula segi af sér. 

Hér að neðan má sjá myndband innan úr þinghúsinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×