Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 22:55 Lula var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um árásina á opinberar byggingar í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu. Horacio Villalobos/Getty Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. Forsetinn, Luiz Inácio Lula da Silva, oftast þekktur sem Lula, sagði ekkert fordæmi fyrir atburðum dagsins. Múgurinn réðst inn í þinghúsið, hæstarétt Brasilíu og umkringdi forsetahöllina. Um var að ræða stuðningsmenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem laut í lægra haldi fyrir Lula í kosningum síðastliðið haust. Stuðningsmenn Bolsonaros hafa ítrekað neitað að viðurkenna sigur Lula í kosningunum og telja brögð hafa verið í tafli, án þess að sýnt hafi verið fram á slíkt. Múgnum var mætt með táragasi en lögreglu tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í byggingarnar, en hefur síðan náð stjórn á aðstæðum. Gagnrýndi lögreglu Lula kallaði fólkið sem réðst inn í „byggingarnar skemmdarvarga og fasista“ og hét því að draga það til ábyrgðar. Þá var hann einnig óánægður með vinnubrögð lögreglunnar. „Það sést vel á myndum að [lögreglumenn] beina fólki inn í Praca dos Tres Poderes,“ sem er byggingin sem um ræðir. Í myndböndum frá Brasilíu má sjá einhverja lögreglumannanna taka myndir af sér og hlæja með mótmælendum. „Við munum finna út hver stendur að baki skemmdarvörgunum og þeir munu fá að finna fyrir lagalegum afleiðingum þessa,“ hefur BBC eftir Lula. Lögregla virðist nú hafa náð stjórn á aðstæðum í byggingunum en til mikilla átaka kom milli múgsins og einhverra úr liði lögreglu. Þá var ráðist á slökkviliðsmenn auk þess sem rúður þinghússins voru brotnar og mótmælendur brutu sér leið inn í þingsalinn sjálfan, þar sem þeir létu öllum illum látum. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn, en þó liggur ekki fyrir hversu margir. Lula er ekki staddur í höfuðborginni sem stendur, heldur er hann í São Paulo í suðurhluta Brasilíu. Brasilía Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Forsetinn, Luiz Inácio Lula da Silva, oftast þekktur sem Lula, sagði ekkert fordæmi fyrir atburðum dagsins. Múgurinn réðst inn í þinghúsið, hæstarétt Brasilíu og umkringdi forsetahöllina. Um var að ræða stuðningsmenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem laut í lægra haldi fyrir Lula í kosningum síðastliðið haust. Stuðningsmenn Bolsonaros hafa ítrekað neitað að viðurkenna sigur Lula í kosningunum og telja brögð hafa verið í tafli, án þess að sýnt hafi verið fram á slíkt. Múgnum var mætt með táragasi en lögreglu tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í byggingarnar, en hefur síðan náð stjórn á aðstæðum. Gagnrýndi lögreglu Lula kallaði fólkið sem réðst inn í „byggingarnar skemmdarvarga og fasista“ og hét því að draga það til ábyrgðar. Þá var hann einnig óánægður með vinnubrögð lögreglunnar. „Það sést vel á myndum að [lögreglumenn] beina fólki inn í Praca dos Tres Poderes,“ sem er byggingin sem um ræðir. Í myndböndum frá Brasilíu má sjá einhverja lögreglumannanna taka myndir af sér og hlæja með mótmælendum. „Við munum finna út hver stendur að baki skemmdarvörgunum og þeir munu fá að finna fyrir lagalegum afleiðingum þessa,“ hefur BBC eftir Lula. Lögregla virðist nú hafa náð stjórn á aðstæðum í byggingunum en til mikilla átaka kom milli múgsins og einhverra úr liði lögreglu. Þá var ráðist á slökkviliðsmenn auk þess sem rúður þinghússins voru brotnar og mótmælendur brutu sér leið inn í þingsalinn sjálfan, þar sem þeir létu öllum illum látum. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn, en þó liggur ekki fyrir hversu margir. Lula er ekki staddur í höfuðborginni sem stendur, heldur er hann í São Paulo í suðurhluta Brasilíu.
Brasilía Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira