Fjölmiðlastyrkir nýtast illa í núverandi mynd og skekkja samkeppni „verulega“
Stjórnendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, segja verulegt áhyggjuefni hvernig stjórnvöld og Alþingi hafa nálgast það að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Fyrirliggjandi frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra fresti vanda einkarekinna miðla fremur en að leysa hann.