Hvað verða margar á bílprófsaldri í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 14:30 Auður Ólafsdóttir kemur hér skilboðum til sinna ungu stelpna í leik í 1. deild kvenna í vetur. Instagram/@stjarnankarfa Kvennalið Stjörnunnar hefur farið á kostum í 1. deild kvenna og VÍS-bikarnum í körfubolta í vetur en í kvöld fær þetta unga og skemmtilega lið risastórt próf. Stjarnan mætir þá Keflavík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í Laugardagshöllinni en Keflavíkurkonur eru á toppnum í Subway deildinni og hafa verið besta liðið á landinu í vetur. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán leiki sína á leiktíðinni, alla tólf deildarleikina í b-deildinni og svo báða bikarleikina þar sem liði sló meðal annars út efstudeildarliði ÍR í átta liða úrslitunum. Það sem gerir þennan árangur Stjörnuliðsins enn athyglisverðari er hversu ungt liðið er en fáar í liðinu eru í raun gengnar upp í meistaraflokkinn. Það er því hreinlega spurning um það hversu verða margar með bílpróf í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Í bikarsigrinum á ÍR í síðustu umferð þá byrjuðu hin 25 ára gamla Riley Marie Popplewell og hin nítján ára A-landsliðskona Diljá Ögn Lárusdóttir. Hinar sem byrjuðu leikinn voru hin átján ára gamla Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og svo tvær fimmtán ára stelpur, Ísold Sævarsdóttir og Bára Björk Óladóttir. Í síðasta deildarleik voru í byrjunarliðinu hin nítján ára Diljá Ögn, hin átján ára Bergdís Lilja og hin fimmtán ára Bára Björk allar í byrjunarliðinu en hinar sen byrjuðu þann leik voru Kolbrún María Ármannsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sem eru báðar fimmtán ára. Meirihluti byrjunarliðsins í síðasta deildarleik voru því stelpur fæddar árið 2007. Í bikarsigrinum á ÍR þá voru síðan tvær fimmtán ára stelpur í Stjörnuliðinu afar atkvæðamiklar en þær skoruðu í leiknum 21 stig (Ísold Sævarsdóttir) og 19 stig (Kolbrún María Ármannsdóttir). Tvær fimmtán ára stelpur til viðbótar hafa einnig fengið að byrja leik í 1. deildinni í vetur en það eru þær Heiðrún Björg Hlynsdóttir og Fanney María Freysdóttir. Það þarf ekkert að deila um það að 2007-árangurinn í Stjörnunni er næstum því allur farinn að láta til sín taka í meistaraflokki þótt að það séu enn fimm ár í að þær gangi upp í meistaraflokk. „Við erum öll rosalega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er stórleikur og það er fróðlegt að fá að máta okkur við Subway-deildarliðin þar sem að við sitjum efstar í 1. deildinni,“ sagði Auður Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur og Keflavík spilar skemmtilegan körfubolta. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra leiki, til að vinna. Svo veit maður alveg að í bikarkeppni getur ýmislegt gerst. Við áttum okkur alveg á því að þetta er risabiti,“ sagði Auður. Leikur Stjörnunnar og Keflavík hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. Á undan, eða klukkan 17.15, verður hinn undanúrslitaleikurinn milli Snæfells og Hauka. VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Stjarnan mætir þá Keflavík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í Laugardagshöllinni en Keflavíkurkonur eru á toppnum í Subway deildinni og hafa verið besta liðið á landinu í vetur. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán leiki sína á leiktíðinni, alla tólf deildarleikina í b-deildinni og svo báða bikarleikina þar sem liði sló meðal annars út efstudeildarliði ÍR í átta liða úrslitunum. Það sem gerir þennan árangur Stjörnuliðsins enn athyglisverðari er hversu ungt liðið er en fáar í liðinu eru í raun gengnar upp í meistaraflokkinn. Það er því hreinlega spurning um það hversu verða margar með bílpróf í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Í bikarsigrinum á ÍR í síðustu umferð þá byrjuðu hin 25 ára gamla Riley Marie Popplewell og hin nítján ára A-landsliðskona Diljá Ögn Lárusdóttir. Hinar sem byrjuðu leikinn voru hin átján ára gamla Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og svo tvær fimmtán ára stelpur, Ísold Sævarsdóttir og Bára Björk Óladóttir. Í síðasta deildarleik voru í byrjunarliðinu hin nítján ára Diljá Ögn, hin átján ára Bergdís Lilja og hin fimmtán ára Bára Björk allar í byrjunarliðinu en hinar sen byrjuðu þann leik voru Kolbrún María Ármannsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sem eru báðar fimmtán ára. Meirihluti byrjunarliðsins í síðasta deildarleik voru því stelpur fæddar árið 2007. Í bikarsigrinum á ÍR þá voru síðan tvær fimmtán ára stelpur í Stjörnuliðinu afar atkvæðamiklar en þær skoruðu í leiknum 21 stig (Ísold Sævarsdóttir) og 19 stig (Kolbrún María Ármannsdóttir). Tvær fimmtán ára stelpur til viðbótar hafa einnig fengið að byrja leik í 1. deildinni í vetur en það eru þær Heiðrún Björg Hlynsdóttir og Fanney María Freysdóttir. Það þarf ekkert að deila um það að 2007-árangurinn í Stjörnunni er næstum því allur farinn að láta til sín taka í meistaraflokki þótt að það séu enn fimm ár í að þær gangi upp í meistaraflokk. „Við erum öll rosalega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er stórleikur og það er fróðlegt að fá að máta okkur við Subway-deildarliðin þar sem að við sitjum efstar í 1. deildinni,“ sagði Auður Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur og Keflavík spilar skemmtilegan körfubolta. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra leiki, til að vinna. Svo veit maður alveg að í bikarkeppni getur ýmislegt gerst. Við áttum okkur alveg á því að þetta er risabiti,“ sagði Auður. Leikur Stjörnunnar og Keflavík hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. Á undan, eða klukkan 17.15, verður hinn undanúrslitaleikurinn milli Snæfells og Hauka.
VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira