Gott fólk: Snjóboltinn fór að rúlla eftir verkefni með fyrsta kúnnanum Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2023 12:21 Aðra hverja viku spjallar Guðrún Högnadóttir við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og velgengni í nýjum hlaðvarpsþætti: Gott fólk með Guðrúnu Högna. Gestur fyrsta þáttarins er Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrum rektor í Háskóla Reykjavíkur og fyrrverandi alþingismaður. Vísir/Vilhelm Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu ,,Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“ Fyrsti gestur Guðrúnar er Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík og alþingismaður, en Guðfinna er með BA próf í sálfræði frá HÍ, MA próf í sálfræði frá West Virginia University í Bandaríkjunum og Ph.D í atferlisfræði frá sama skóla, með áherslu á stjórnun. Í þættinum segir Guðfinna meðal annars frá því hvernig henni tókst að ná þeim árangri sem stjórnendaráðgjafi að vinna með stórum amerískum fyrirtækjum, þar á meðal eigendum eins stærsta bandaríska bankans. Guðfinna segir markaðssetninguna í raun hafa byggt á einum viðskiptavini, sem einmitt var hennar fyrsti kúnni. Sá var þrítugur bankastjóri sem Guðfinna starfaði fyrir í um þrjú til fjögur ár, þó ekki nema þrjátíu og þriggja ára sjálf. Á þeim tíma sem þetta var, segir Guðfinna að fjármálafyrirtækjum á svæðinu hafi verið mögulegt að vinna til um sex til sjö verðlauna. „Við horfðum bara á hvort annað og hugsuðum með okkur; það er kannski ekkert úr vegi að stefna bara á að vinna öll þessi verðlaun…,“ segir Guðfinna, enda frábær leið til að koma bankanum á framfæri. Til að gera langa sögu stutta endaði markaðssetningin þó með að verða sú besta fyrir Guðfinnu sjálfa. Því ekki aðeins náði bankastjórinn að vinna öll verðlaunin á þremur til fjórum árum, heldur var um árangurinn fjallað í umfjöllun tímaritsins Bank Management. Greinina góðu á Guðfinna enn þá, enda þakkar hún ráðgjafavelgengni næstu ára þessu verkefni með fyrsta kúnnanum. Í þættinum er komið víða við og rifjar Guðfinna meðal annars upp stofnun Háskólans í Reykjavík og þeirra ákvarðana sem þá voru teknar. Til dæmis segir hún það hafa verið lykilatriði í að byggja upp öfluga menningu að skólinn fylgdi eftir svokölluðu Junior Colleague líkani. Það módel er þekkt hjá mörgum bandarískum skólum og byggir á því að litið er á nemendur skólans sem samstarfsaðila. Þá segir Guðfinna starfsmannastefnuna sem ákveðið var að fylgja eftir hafa verið lykilatriði í því hversu vel það gekk eftir að byggja upp metnaðarfulla og skemmtilega stemningu innan skólans. Þessi stefna hafi í raun byggst á því að bæði starfsfólk og nemendur hlökkuðu til að mæta í skólann á hverjum degi því þannig hefðu allir færi á því að leggja sig sem best fram. „Þú átt að hlakka til og þú átt að geta lagt þig fram,“ segir Guðfinna um stefnuna. Loks segir Guðfinna frá nýsköpunarverkefninu Magnavita sem hún er ein þriggja stofnenda að en Magnavita heldur meðal annars úti eins árs námi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík sem ætlað er fólki á aldrinum 55-75 ára. Markmið Magnavitanámsins er að nemendur setji sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf. Hlaðvarpsþáttinn má hlusta á hér. Gott fólk með Guðrúnu Högna Stjórnun Starfsframi Skóla - og menntamál Mannauðsmál Tengdar fréttir Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 „Meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun“ Fylgni á milli góðrar stjórnunar og helgunar starfsmanna að mati Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra FranklinCovey. 24. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu ,,Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“ Fyrsti gestur Guðrúnar er Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík og alþingismaður, en Guðfinna er með BA próf í sálfræði frá HÍ, MA próf í sálfræði frá West Virginia University í Bandaríkjunum og Ph.D í atferlisfræði frá sama skóla, með áherslu á stjórnun. Í þættinum segir Guðfinna meðal annars frá því hvernig henni tókst að ná þeim árangri sem stjórnendaráðgjafi að vinna með stórum amerískum fyrirtækjum, þar á meðal eigendum eins stærsta bandaríska bankans. Guðfinna segir markaðssetninguna í raun hafa byggt á einum viðskiptavini, sem einmitt var hennar fyrsti kúnni. Sá var þrítugur bankastjóri sem Guðfinna starfaði fyrir í um þrjú til fjögur ár, þó ekki nema þrjátíu og þriggja ára sjálf. Á þeim tíma sem þetta var, segir Guðfinna að fjármálafyrirtækjum á svæðinu hafi verið mögulegt að vinna til um sex til sjö verðlauna. „Við horfðum bara á hvort annað og hugsuðum með okkur; það er kannski ekkert úr vegi að stefna bara á að vinna öll þessi verðlaun…,“ segir Guðfinna, enda frábær leið til að koma bankanum á framfæri. Til að gera langa sögu stutta endaði markaðssetningin þó með að verða sú besta fyrir Guðfinnu sjálfa. Því ekki aðeins náði bankastjórinn að vinna öll verðlaunin á þremur til fjórum árum, heldur var um árangurinn fjallað í umfjöllun tímaritsins Bank Management. Greinina góðu á Guðfinna enn þá, enda þakkar hún ráðgjafavelgengni næstu ára þessu verkefni með fyrsta kúnnanum. Í þættinum er komið víða við og rifjar Guðfinna meðal annars upp stofnun Háskólans í Reykjavík og þeirra ákvarðana sem þá voru teknar. Til dæmis segir hún það hafa verið lykilatriði í að byggja upp öfluga menningu að skólinn fylgdi eftir svokölluðu Junior Colleague líkani. Það módel er þekkt hjá mörgum bandarískum skólum og byggir á því að litið er á nemendur skólans sem samstarfsaðila. Þá segir Guðfinna starfsmannastefnuna sem ákveðið var að fylgja eftir hafa verið lykilatriði í því hversu vel það gekk eftir að byggja upp metnaðarfulla og skemmtilega stemningu innan skólans. Þessi stefna hafi í raun byggst á því að bæði starfsfólk og nemendur hlökkuðu til að mæta í skólann á hverjum degi því þannig hefðu allir færi á því að leggja sig sem best fram. „Þú átt að hlakka til og þú átt að geta lagt þig fram,“ segir Guðfinna um stefnuna. Loks segir Guðfinna frá nýsköpunarverkefninu Magnavita sem hún er ein þriggja stofnenda að en Magnavita heldur meðal annars úti eins árs námi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík sem ætlað er fólki á aldrinum 55-75 ára. Markmið Magnavitanámsins er að nemendur setji sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf. Hlaðvarpsþáttinn má hlusta á hér.
Gott fólk með Guðrúnu Högna Stjórnun Starfsframi Skóla - og menntamál Mannauðsmál Tengdar fréttir Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 „Meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun“ Fylgni á milli góðrar stjórnunar og helgunar starfsmanna að mati Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra FranklinCovey. 24. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01
„Meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun“ Fylgni á milli góðrar stjórnunar og helgunar starfsmanna að mati Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra FranklinCovey. 24. febrúar 2020 09:00