Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2023 12:00 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari telur að of langt sé milli SA og Eflingar til að hægt sé að brúa bilið eins og staðan er núna. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. Efling sleit í gær kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir margra mánaða samningaviðræður og stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Efling hefur farið fram á sérsamninga, ólíka þeim sem gerðir voru við öll önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins í desembermánuði. Efling hefur farið fram á að grunnlaun hækki á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en þar að auki fái allir félagsmenn fimmtán þúsund króna framfærsluuppbót. Þannig hækki laun um fimmtíu og fimm til tæplega áttatíu þúsund krónur. Í könnun sem gerð var meðal Eflingarfélaga síðastliðið haust voru 80 prósent af þeim rúmlega 3.500 sem tóku þátt hlynntir verkfalli. Samninganefnd Eflingar mun koma saman á næstu dögum og gera má ráð fyrir að hún muni þá móta stefnu sína í komandi aðgerðum og ákveða hvenær tillaga um verkfall verður lögð fyrir félagsfólk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hve margir félagsmenn Eflingar tækju þátt í aðgerðunum en fimmtungur þeirra sem verkfallið tekur til þarf að greiða um það atkvæði og minnst helmingur þeirra að samþykkja verkfall. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist munu verða í sambandi við bæði formenn samninganefnda SA og Eflingu núna í framhaldinu þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum. „Og mun meta stöðuna en ég boða ekki til fundar nema að það sé ástæða til þess, að ég telji að samtalið geti þokast áfram með því að hittast. Eins og staðan er núna eru engar vonarglætu sem gefa ástæðu til að kalla til fundar á þessum tímapunkti,“ segir Aðalsteinn. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43 Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fleiri fréttir Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sjá meira
Efling sleit í gær kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir margra mánaða samningaviðræður og stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Efling hefur farið fram á sérsamninga, ólíka þeim sem gerðir voru við öll önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins í desembermánuði. Efling hefur farið fram á að grunnlaun hækki á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en þar að auki fái allir félagsmenn fimmtán þúsund króna framfærsluuppbót. Þannig hækki laun um fimmtíu og fimm til tæplega áttatíu þúsund krónur. Í könnun sem gerð var meðal Eflingarfélaga síðastliðið haust voru 80 prósent af þeim rúmlega 3.500 sem tóku þátt hlynntir verkfalli. Samninganefnd Eflingar mun koma saman á næstu dögum og gera má ráð fyrir að hún muni þá móta stefnu sína í komandi aðgerðum og ákveða hvenær tillaga um verkfall verður lögð fyrir félagsfólk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hve margir félagsmenn Eflingar tækju þátt í aðgerðunum en fimmtungur þeirra sem verkfallið tekur til þarf að greiða um það atkvæði og minnst helmingur þeirra að samþykkja verkfall. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist munu verða í sambandi við bæði formenn samninganefnda SA og Eflingu núna í framhaldinu þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum. „Og mun meta stöðuna en ég boða ekki til fundar nema að það sé ástæða til þess, að ég telji að samtalið geti þokast áfram með því að hittast. Eins og staðan er núna eru engar vonarglætu sem gefa ástæðu til að kalla til fundar á þessum tímapunkti,“ segir Aðalsteinn.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43 Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fleiri fréttir Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sjá meira
Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent