Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2023 11:46 Árni Friðriksson lagði upp í loðnuleitina í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. Mikið er í húfi að meiri loðna finnist en væntingar hafa verið um mun meiri kvóta. Á sama tíma í fyrra hafði Hafrannsóknastofnun mælt með 400 þúsund tonna loðnukvóta. Í ár er talan helmingi lægri, rúm 200 þúsund tonn. Ef kvótinn hækkaði upp í samræmi við væntingar gætu það verið útflutningsverðmæti á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Leiðangurinn er í samstarfi við útgerðir uppsjávarveiðiskipa sem greiða þann aukakostnað sem af honum hlýst, samkvæmt frétt Hafrannsóknastofnunar. Að sögn Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, má áætla að kostnaður útgerðarinnar geti verið á bilinu 20 til 30 milljónir króna. „Markmiðið er að safna upplýsingum um göngur og dreifingu loðnustofnsins austan og norðan við land. Slíkar upplýsingar hjálpa til að ákveða hvenær það sé líklegast til árangurs að fara til mælinga á stærð loðnustofnsins og ná sem markverðustu mælingu á honum. Eins verði hægt að ákvarða það magn sem komið er inn á loðnumiðin og mögulega það magn sem kann að ganga snemma inn í hlýsjóinn suðaustanlands og tapast af mælisvæðinu, ef til þess kæmi,“ segir í frétt Hafró. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.Steingrímur Dúi Másson Guðmundur segir að Árni Friðriksson muni hefja leitina úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum og síðan fikra sig áfram norður. Gert er ráð fyrir að þessi aukaleiðangur geti varað í 1-2 vikur en hann verður síðan nýttur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar, en Guðmundur telur sennilegast að það verði á tímabilinu 20. til 25. janúar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við en sú stofnmæling verður alfarið kostuð af Hafrannsóknastofnun. „Þær mælingar munu svo liggja til grundvallar að lokaveiðiráðgjöf á loðnu á þessari vertíð,“ segir Hafrannsóknastofnun. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Mikið er í húfi að meiri loðna finnist en væntingar hafa verið um mun meiri kvóta. Á sama tíma í fyrra hafði Hafrannsóknastofnun mælt með 400 þúsund tonna loðnukvóta. Í ár er talan helmingi lægri, rúm 200 þúsund tonn. Ef kvótinn hækkaði upp í samræmi við væntingar gætu það verið útflutningsverðmæti á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Leiðangurinn er í samstarfi við útgerðir uppsjávarveiðiskipa sem greiða þann aukakostnað sem af honum hlýst, samkvæmt frétt Hafrannsóknastofnunar. Að sögn Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, má áætla að kostnaður útgerðarinnar geti verið á bilinu 20 til 30 milljónir króna. „Markmiðið er að safna upplýsingum um göngur og dreifingu loðnustofnsins austan og norðan við land. Slíkar upplýsingar hjálpa til að ákveða hvenær það sé líklegast til árangurs að fara til mælinga á stærð loðnustofnsins og ná sem markverðustu mælingu á honum. Eins verði hægt að ákvarða það magn sem komið er inn á loðnumiðin og mögulega það magn sem kann að ganga snemma inn í hlýsjóinn suðaustanlands og tapast af mælisvæðinu, ef til þess kæmi,“ segir í frétt Hafró. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.Steingrímur Dúi Másson Guðmundur segir að Árni Friðriksson muni hefja leitina úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum og síðan fikra sig áfram norður. Gert er ráð fyrir að þessi aukaleiðangur geti varað í 1-2 vikur en hann verður síðan nýttur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar, en Guðmundur telur sennilegast að það verði á tímabilinu 20. til 25. janúar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við en sú stofnmæling verður alfarið kostuð af Hafrannsóknastofnun. „Þær mælingar munu svo liggja til grundvallar að lokaveiðiráðgjöf á loðnu á þessari vertíð,“ segir Hafrannsóknastofnun. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent