Þeim fannst við hæfi, verandi í jaðri náttúruhallarinnar Snæfellsjökuls, að skíra húsið Himinbjörg, eftir dvalarstað Heimdallar.

„Sýningin ber nafnið Tóra og er tvískipt, annarsvegar er veðurhamur Bjarna hugleikin. Einskonar holdbirting andrúmsins, birtuspil ljóss og skugga sem brotnar þegar síbreytileg veðurorkan rekst á bein og skinn jarðar og sjór og himinn hverfast saman í ólgandi skinn hjúp eða skiljast að í hárfínni lita skerpu. Úr verður líkamning veðurs og lands.Hinsvegar eru verk sem tengjast erótískum blæbrigðum holdsins varpað fram með munaðarfullum efnistökum og djarfri litbeitingu,“ segir í tilkynningu um sýninguna.

Þegar Bjarni er inntur eftri því hvernig fari um hann á Hellisandi segir hann:
„Hér þarf ég ekki að binda mig við skipsmastur í óveðri eins og Turner forðum til að fá beina reynslu af veðurofsa, því kraftur náttúrunnar hér er svo firna sterkur og allt um liggjandi, lifandi hold sem við lesum, lifum og hrærumst í.“

Sýningin Tóra er opin fim til sun og stendur til 29 janúar í Portfolio gallerí við Hverfisgötu 71.
