Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 10:25 Sara Björk Gunnarsdóttir í einum af 145 landsleikjum sínum. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Sara Björk gaf þetta út í pistli á samfélagmiðlum í dag. Hún skrifar pistil sinn á ensku en endar hann á að segja: Áfram Ísland. Sara Björk hefur verið í íslenska landsliðinu í sextán ár og á landsleikjametið sem eru 145 leikir. Hún tók við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur fyrir tæpum áratug. Sara Björk lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Slóveníu í ágúst 2007 þegar hún var ekki búin að halda upp á sautján ára afmælið sitt. Hún hefur átt landsleikjametið síðan hún sló met Katrínar Jónsdóttur árið 2020. 145 A landsleikir, 24 mörk, fjögur EM. Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk. It's been some ride @sarabjork18 - thank you for all the memories.#dottir pic.twitter.com/YHbcwfXlh7— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2023 Sara gefur ekki út sérstaka ástæðu fyrir því að hún sé hætt í landsliðinu en segir að þetta hafi verið langur og ánægjulegur tími en að nú sé kominn tími til að segja bless. „Þetta hefur verið eitt svakalegt ferðalag,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir meðal annars í pistli sínum. Sara hefur verið með í öllum fjórum Evrópukeppnum íslenska landsliðsins. Sara endar á því að þakka Knattspyrnusambandi Íslands fyrir allt samstarfið öll þessi ár og óskar þess að sambandið og kvennalandsliðið eigi bjarta framtíð. Sara er nú leikmaður Juventus á Ítalíu en hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili. Hún lék áður með stórliði Lyon í Frakklandi og þar áður með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún vann Meistaradeildina tvisvar með Lyon og hefur unnið marga landstitla með liðum sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Sara hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra eftir að hafa eignast barn árið 2021. Sara hefur tvisvar verið kosin Íþróttamaður ársins, fyrst 2018 og svo aftur árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tímamót KSÍ Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Sara Björk gaf þetta út í pistli á samfélagmiðlum í dag. Hún skrifar pistil sinn á ensku en endar hann á að segja: Áfram Ísland. Sara Björk hefur verið í íslenska landsliðinu í sextán ár og á landsleikjametið sem eru 145 leikir. Hún tók við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur fyrir tæpum áratug. Sara Björk lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Slóveníu í ágúst 2007 þegar hún var ekki búin að halda upp á sautján ára afmælið sitt. Hún hefur átt landsleikjametið síðan hún sló met Katrínar Jónsdóttur árið 2020. 145 A landsleikir, 24 mörk, fjögur EM. Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk. It's been some ride @sarabjork18 - thank you for all the memories.#dottir pic.twitter.com/YHbcwfXlh7— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2023 Sara gefur ekki út sérstaka ástæðu fyrir því að hún sé hætt í landsliðinu en segir að þetta hafi verið langur og ánægjulegur tími en að nú sé kominn tími til að segja bless. „Þetta hefur verið eitt svakalegt ferðalag,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir meðal annars í pistli sínum. Sara hefur verið með í öllum fjórum Evrópukeppnum íslenska landsliðsins. Sara endar á því að þakka Knattspyrnusambandi Íslands fyrir allt samstarfið öll þessi ár og óskar þess að sambandið og kvennalandsliðið eigi bjarta framtíð. Sara er nú leikmaður Juventus á Ítalíu en hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili. Hún lék áður með stórliði Lyon í Frakklandi og þar áður með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún vann Meistaradeildina tvisvar með Lyon og hefur unnið marga landstitla með liðum sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Sara hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra eftir að hafa eignast barn árið 2021. Sara hefur tvisvar verið kosin Íþróttamaður ársins, fyrst 2018 og svo aftur árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90)
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tímamót KSÍ Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira