Man United skuldar öðrum félögum rúmlega 53 milljarða króna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2023 08:01 Man United keypti Casemiro frá Real Madríd í sumar. Ash Donelon/Getty Images Fjárhagsstaða enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hefur verið til umfjöllunar nýverið eftir að félagið leyfði Cristiano Ronaldo að fara frítt og ákvað að fylla skarðið sem hann skyldi eftir sig með lánsmanni frá Besiktas í Tyrklandi en er í eigu B-deildarliðs Burnley. Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira