Eftir markalausan fyrri hálfleik náði Adana Demirspor forystunni snemma í síðari hálfleik þegar Yusuf Sari skoraði eftir sendingu frá Birki á 49.mínútu.
Birki var skipt af velli á 79.mínútu en þá var staðan orðin 3-1 fyrir Adana Demirspor sem reyndust lokatölur leiksins.
Birkir og félagar í fjórða sæti deildarinnar en Galatasaray trónir á toppnum með sjö stiga forystu á næstu lið.