Veiðimenn vilja elda sjálfir Karl Lúðvíksson skrifar 16. janúar 2023 13:37 Nú eru veiðimenn og veiðikonur landsins að bóka sína daga fyrir komandi sumar og veiðileyfi seljast mjög vel þessa dagana. Eftirspurn eftir veiðileyfum í bestu árnar er mjög mikil enda er gengið á krónunni hagstætt fyrir þá sem greiða í evrum og dollurum. Erlendum veiðimönnum kemur líklega til með að fjölga á þessu ári ef eitthvað er og það sem vekur athygli er að sífellt fleiri þeirra sækja í veiði þar sem þeir geta eldað sjálfir og losnað við að greiða fyrir fæði í húsi. Flestir en ekki þó allir hafa komið lengi til Íslands að veiða og eru farnir að verða spenntir fyrir kostum eins og veiði í ám þar sem menn sjá alveg um sig sjálfir. Þetta er einmitt sú veiði sem Íslendingar hafa hingað til fengið að eiga svolítið í friði en það er spurning hversu lengi það endist. Ekki bitnar þetta mikið á veiðileiðsögumönnum en þessir erlendu veiðimenn sækja ennþá í þeirra þjónustu til að þurfa ekki að eyða miklum tíma í að læra á svæðin. Það er þó ekki þannig að það sé flótti úr ánum sem bjóða uppá fulla þjónustu, þvert á móti. Þar er að sama skapi mikil eftirspurn og ljóst að landið verður fullt af veiðifólki, bæði innlendu og erlendu sem njóta þess að veiða. Þá skulum við bara vona að veiðisumarið verði gott. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Eftirspurn eftir veiðileyfum í bestu árnar er mjög mikil enda er gengið á krónunni hagstætt fyrir þá sem greiða í evrum og dollurum. Erlendum veiðimönnum kemur líklega til með að fjölga á þessu ári ef eitthvað er og það sem vekur athygli er að sífellt fleiri þeirra sækja í veiði þar sem þeir geta eldað sjálfir og losnað við að greiða fyrir fæði í húsi. Flestir en ekki þó allir hafa komið lengi til Íslands að veiða og eru farnir að verða spenntir fyrir kostum eins og veiði í ám þar sem menn sjá alveg um sig sjálfir. Þetta er einmitt sú veiði sem Íslendingar hafa hingað til fengið að eiga svolítið í friði en það er spurning hversu lengi það endist. Ekki bitnar þetta mikið á veiðileiðsögumönnum en þessir erlendu veiðimenn sækja ennþá í þeirra þjónustu til að þurfa ekki að eyða miklum tíma í að læra á svæðin. Það er þó ekki þannig að það sé flótti úr ánum sem bjóða uppá fulla þjónustu, þvert á móti. Þar er að sama skapi mikil eftirspurn og ljóst að landið verður fullt af veiðifólki, bæði innlendu og erlendu sem njóta þess að veiða. Þá skulum við bara vona að veiðisumarið verði gott.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði