Þúsundir stuðningsmanna fyrrverandi forsetans Jairs Bolsonaro ruddust þá inn í þinghúsið og fleiri stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu. Í ákærunni er fólkið sakað um að hafa beitt ofbeldi og reynt að afnema lýðræðið í landinu.
Fólkið hefur ekki verið nafngreint enn sem komið er en mörghundruð voru handteknir daginn örlagaríka.
Bolsonaro sjálfur hefur sagst hryggur yfir atburðunum en hafnar því að hafa átt þar nokkra aðkomu. Tugir lögreglumanna slösuðust í átökunum.