Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2023 09:31 Minningarstundin hefst í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun, sunnudag. Vísir/Vilhelm Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Vesturbyggð kemur fram að minningarstund verði í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun að Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi viðstöddum. „Þar munu listamenn af svæðinu flytja tónlistaratriði. Að því loknu verður gengið að minnisvarða þeirra sem létust í krapaflóðunum, þar verða viðbragðsaðilar á svæðinu í broddi fylkingar. Því næst verður minningarathöfn í félagsheimilinu þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Úlfar Thoroddsen fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps taka til máls,“ segir í tilkynningunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun sækja minningarathöfnina.Vísir/Vilhelm Voru á leið á þorrablót Um hamfarirnar segir að það 22. janúar árið 1983 hafi Patreksfirðingar verið að gera sig prúðbúna fyrir þorrablót þegar krapaflóðin féllu með stuttu millibili á bæinn. „Mikil eyðilegging átti sér stað og mörg misstu aleigu sína. Valgerður Jónsdóttir 77 ára, Marteinn Ólafur Pétursson 41 árs, Sigurbjörg Sigurðardóttir 58 ára og Sigrún Guðbrandsdóttir 6 ára létust öll í flóðinu en auk þeirra slösuðust tíu manns. Viðbragðsaðilar frá Patreksfirði, nærliggjandi byggðalögum og Reykjavík lyftu grettistaki við að bjarga fólki úr krapanum. Bæjarbúum var smalað í félagsheimilið á meðan björgunarstarfi stóð, enda nóg af þorramat til að metta fjöldann. Öll sem vettlingi gátu valdið lögðu hönd á plóg en atburðurinn umturnaði lífi margra Patreksfirðinga, enda um náið samfélag að ræða og enga áfallahjálp að fá á þessum tíma,“ segir um atburðina. Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar. Vesturbyggð Náttúruhamfarir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Vesturbyggð kemur fram að minningarstund verði í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun að Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi viðstöddum. „Þar munu listamenn af svæðinu flytja tónlistaratriði. Að því loknu verður gengið að minnisvarða þeirra sem létust í krapaflóðunum, þar verða viðbragðsaðilar á svæðinu í broddi fylkingar. Því næst verður minningarathöfn í félagsheimilinu þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Úlfar Thoroddsen fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps taka til máls,“ segir í tilkynningunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun sækja minningarathöfnina.Vísir/Vilhelm Voru á leið á þorrablót Um hamfarirnar segir að það 22. janúar árið 1983 hafi Patreksfirðingar verið að gera sig prúðbúna fyrir þorrablót þegar krapaflóðin féllu með stuttu millibili á bæinn. „Mikil eyðilegging átti sér stað og mörg misstu aleigu sína. Valgerður Jónsdóttir 77 ára, Marteinn Ólafur Pétursson 41 árs, Sigurbjörg Sigurðardóttir 58 ára og Sigrún Guðbrandsdóttir 6 ára létust öll í flóðinu en auk þeirra slösuðust tíu manns. Viðbragðsaðilar frá Patreksfirði, nærliggjandi byggðalögum og Reykjavík lyftu grettistaki við að bjarga fólki úr krapanum. Bæjarbúum var smalað í félagsheimilið á meðan björgunarstarfi stóð, enda nóg af þorramat til að metta fjöldann. Öll sem vettlingi gátu valdið lögðu hönd á plóg en atburðurinn umturnaði lífi margra Patreksfirðinga, enda um náið samfélag að ræða og enga áfallahjálp að fá á þessum tíma,“ segir um atburðina. Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar.
Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar.
Vesturbyggð Náttúruhamfarir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira