„Ósmekkleg fyrirsögn“ sem hefði ekki átt að birtast Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 21:42 Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, segir fyrirsögnina hafa verið ósmekklega og því hafi henni verið breytt. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fyrirsögn á skoðanapistli sem birtist í blaðinu í síðustu viku hafa verið ósmekklega. Beðist verður velvirðingar á fyrirsögninni í næsta tölublaði blaðsins en fyrirsögninni var breytt í netútgáfunni í gær. Í síðustu viku birtist skoðanapistill með fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“ í Viðskiptablaðinu. Pistillinn kom frá nafnlausa höfundinum Tý sem er einn af pistlahöfundum blaðsins. Við greinina var mynd af Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en greinin fjallaði um að stuðningsmenn flokksins ættu ekki að fagna alveg strax þrátt fyrir útlit um gott gengi í skoðanakönnunum. Mörgum þótti samsetning fyrirsagnarinnar og myndarinnar ansi ósmekkleg og vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Viðskiptablaðið getur verið low en þetta er einstaklega ósmekklegt pic.twitter.com/BoFlWg8Tdu— Stefán Pettersson (@Stebbipett) January 15, 2023 Fyrirsögninni var breytt daginn eftir yfir í „Ótímabær fögnuður“. Í samtali við fréttastofu segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, að upphaflega fyrirsögnin hafi verið ósmekkleg og því var henni breytt. „Það voru mistök að birta þessa fyrirsögn svona. Samlíkingin var bara léleg. Samlíkingin var í tengslum við ótímabæran fögnuð kjósenda Samfylkingarinnar á gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá notar þessi pistlahöfundur þessa samlíkingu sem var ósmekkleg. Það voru bara mistök að þetta hafi farið í gegn,“ segir Trausti. Hann segir að ritstjórn blaðsins muni biðjast velvirðingar á birtingunni í næsta tölublaði sem kemur út á fimmtudag. Þá hefur afsökunarbeiðni verið bætt við neðst við netútgáfu greinarinnar. Afsökunarbeiðnin sem er neðst í netútgáfu greinarinnar. „Fólk tengir þetta saman sem ég hef ákveðinn skilning fyrir. Hún hefði aldrei átt að fara svona í gegn. Stundum verða mistök í blaðamennsku,“ segir Trausti. Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Í síðustu viku birtist skoðanapistill með fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“ í Viðskiptablaðinu. Pistillinn kom frá nafnlausa höfundinum Tý sem er einn af pistlahöfundum blaðsins. Við greinina var mynd af Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en greinin fjallaði um að stuðningsmenn flokksins ættu ekki að fagna alveg strax þrátt fyrir útlit um gott gengi í skoðanakönnunum. Mörgum þótti samsetning fyrirsagnarinnar og myndarinnar ansi ósmekkleg og vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Viðskiptablaðið getur verið low en þetta er einstaklega ósmekklegt pic.twitter.com/BoFlWg8Tdu— Stefán Pettersson (@Stebbipett) January 15, 2023 Fyrirsögninni var breytt daginn eftir yfir í „Ótímabær fögnuður“. Í samtali við fréttastofu segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, að upphaflega fyrirsögnin hafi verið ósmekkleg og því var henni breytt. „Það voru mistök að birta þessa fyrirsögn svona. Samlíkingin var bara léleg. Samlíkingin var í tengslum við ótímabæran fögnuð kjósenda Samfylkingarinnar á gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá notar þessi pistlahöfundur þessa samlíkingu sem var ósmekkleg. Það voru bara mistök að þetta hafi farið í gegn,“ segir Trausti. Hann segir að ritstjórn blaðsins muni biðjast velvirðingar á birtingunni í næsta tölublaði sem kemur út á fimmtudag. Þá hefur afsökunarbeiðni verið bætt við neðst við netútgáfu greinarinnar. Afsökunarbeiðnin sem er neðst í netútgáfu greinarinnar. „Fólk tengir þetta saman sem ég hef ákveðinn skilning fyrir. Hún hefði aldrei átt að fara svona í gegn. Stundum verða mistök í blaðamennsku,“ segir Trausti.
Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira