Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði Snorri Másson skrifar 20. janúar 2023 09:01 „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum. Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Sjá meira
Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum.
Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Sjá meira