Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. janúar 2023 20:01 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn. Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn.
Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira