14. umferð CS:GO | Toppbaráttan herðist | Ofurlaugardagur í kvöld Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. janúar 2023 12:52 Fjórar umferðir eru eftir af Ljósleiðaradeildinni í CS:GO og hart verður barist um fjögur efstu sætin í kvöld. Leikir vikunnar LAVA 15 – 19 FH Fyrsti leikur 14 umferðar var á milli FH og LAVA í Nuke. Lava hóf leikinn í vörn og náði snemma góðu forskoti, 7–2. WZRD og ADHD hittu hins vegar vel fyrir FH sem náði að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks í 9–6. LAVA hafði þó enn yfirhöndina og með fjórfaldri fellu kom Stalz LAVA í 15–8, einungis einni lotu frá sigri. Enn voru það WZRD og ADHD sem fóru á kostum fyrir FH í erfiðri stöðu og með aðstoð Skoon og ZerQ náðu þeir að tengja saman 7 lotur, jafna leikinn og senda hann í framlengingu. Þar átti LAVA erfitt uppdráttar og vann FH samtals 11 lotur í röð til að tryggja sér sigurinn. TEN5ION 12 – 16 Breiðablik Liðin mættust í Vertigo og var sókn TEN5ION virkilega beitt í upphafi leiks. Sveittur nældi sér í fjórfalda fellu og komst TEN5ION í 5–0. Breiðablik lét hins vegar byrjunarörðugleika ekki á sig fá og bætti um betur. Með því að hægja á leiknum í 6. lotu kom Breiðablik í veg fyrir að Sveittur gæti opnað fyrir TEN5ION og þá gátu Blikar pikkað TEN5ION-menn út einn af öðrum. Furious var í fantaformi og Breiðablik vann næstu 10 lotur, staðan í hálfleik því 10–5 fyrir Breiðabliki. TEN5ION komst nálægt því að jafna í upphafi síðari hálfleiks en frábært samspil WNKR og Furious skilaði Breiðabliki sigrinum. Dusty 16 – 2 Fylkir Það var fátt um fína drætti hjá Fylki þegar liðið mætti Dusty í Mirage. Dusty lék af miklu öryggi og tók enga sénsa til að koma sér í 5–0. Sprengjuregn og góð opnun frá Snæ skilaði fylki fyrsta stiginu í leiknum í 6. lotu og hröð sókn á A svæðið þeirri næstu bar einnig árangur. En fleiri urðu stigin ekki. Fylkismenn voru klaufalegir á köflum á meðan Dusty yfirspilaði þá algjörlega. Staðan var því 13–2 í hálfleik og gerði Dusty sér lítið fyrir og tók þær þrjár lotur sem upp á vantaði strax í upphafi síðari hálfleiks. Einfaldur og snöggur sigur. Þór 16 – 5 Viðstöðu Það var pressa á Þórsurum eftir að Dusty unnu Fylki fyrr um kvöldið en liðin höfðu verið jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Þór mætti Viðstöðu í Anubis og byrjaði í sókn eftir að hafa tapað hnífalotunni. Viðstöðu vann fyrstu tvær loturnar en Þórsarar voru fljótir að finna sér leið gegnum vörnina og ná stjórn á leiknum. Lið Þórs var mun agaðra og nýtti sér veikleika og mistök Viðstöðu og var í hinni ákjósanlegu stöðu 11–4 eftir fyrri hálfleikinn. Þór nýtti meðbyrinn inn í síðari hálfleikinn sem reyndist þeim auðveldur. Viðstöðu náði aðeins einni lotu en Peterrr innsiglaði sigurinn með tvöfaldri fellu í 21. lotu. Ármann 16 – 12 Atlantic Síðasti leikur umferðarinnar fór einnig fram í Anubis. Pressan var nú á Atlantic eftir að Þór og Dusty unnu bæði sína leiki. Atlantic byrjaði í sókn þrátt fyrir að hafa unnið hnífalotuna, en Ármann hélt aftur af þeim í fyrstu 2 lotum leiksins. Atlantic setti þó saman sterkan sóknarleik og náði forystu 5–2 áður en BRNR fór að hitta ótrúlega vel og Vargur og Ofvirkur munduðu báðir vappa til snúa vörn í sókn. Ármann var yfir 8–7 í hálfleik en Atlantic tók forystuna strax aftur í upphafi síðari hálfleiks. Með framarlegum stöðum héldu þeir aftur af tilraunum Ármanns og komust í 12–9. Ármann tók þá leikhlé og brá á það ráð að fara þéttar um kortið til að geta svarað af meiri hörku. Það skilaði sér svo sannarlega því með BRNR í fararbroddi vann Ármann síðustu 7 loturnar og lagði toppliðið með fjögurra stiga mun. Staðan: Eftir leiki vikunnar er staða Atlantic ekki eins sterk og hún var, Dusty og Þór eru einungis 2 stigum á eftir þeim og vinni Dusty Atlantic í kvöld verða liðin jöfn að stigum. Þór á að sama skapa auðveldan leik í vændum því liðið mætir TEN5ION sem hefur loðað við botn deildarinnar allt tímabilið. Slagurinn um fjórða sætið er einnig orðinn spennandi þar sem Ármann og Breiðablik eru aðeins einum sigri á undan LAVA. Viðstöðu og FH eru einnig skammt undan og þó ólíklegt megi teljast að þau blandi sér í slaginn er staðan sú að þau lið þurfa einungis á einum sigri að halda í viðbót til að tryggja sig frá falli. Brekkan er því orðin ansi brött fyrir TEN5ION og Fylki sem enn skrapa botninn. Ofurlaugardagur Í kvöld er svo sannkölluð veisla fyrir aðdáendur CS:GO því 15. umferðin verður leikin í heild sinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands: Atlantic – Dusty, kl. 17:00 FH – Breiðablik, kl. 18:00 Ármann – LAVA, kl. 19:00 Þór – TEN5ION, kl. 20:00 Viðstöðu – Fylkir, kl. 21:00 Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Þór Akureyri FH Breiðablik Fylkir Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf
Leikir vikunnar LAVA 15 – 19 FH Fyrsti leikur 14 umferðar var á milli FH og LAVA í Nuke. Lava hóf leikinn í vörn og náði snemma góðu forskoti, 7–2. WZRD og ADHD hittu hins vegar vel fyrir FH sem náði að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks í 9–6. LAVA hafði þó enn yfirhöndina og með fjórfaldri fellu kom Stalz LAVA í 15–8, einungis einni lotu frá sigri. Enn voru það WZRD og ADHD sem fóru á kostum fyrir FH í erfiðri stöðu og með aðstoð Skoon og ZerQ náðu þeir að tengja saman 7 lotur, jafna leikinn og senda hann í framlengingu. Þar átti LAVA erfitt uppdráttar og vann FH samtals 11 lotur í röð til að tryggja sér sigurinn. TEN5ION 12 – 16 Breiðablik Liðin mættust í Vertigo og var sókn TEN5ION virkilega beitt í upphafi leiks. Sveittur nældi sér í fjórfalda fellu og komst TEN5ION í 5–0. Breiðablik lét hins vegar byrjunarörðugleika ekki á sig fá og bætti um betur. Með því að hægja á leiknum í 6. lotu kom Breiðablik í veg fyrir að Sveittur gæti opnað fyrir TEN5ION og þá gátu Blikar pikkað TEN5ION-menn út einn af öðrum. Furious var í fantaformi og Breiðablik vann næstu 10 lotur, staðan í hálfleik því 10–5 fyrir Breiðabliki. TEN5ION komst nálægt því að jafna í upphafi síðari hálfleiks en frábært samspil WNKR og Furious skilaði Breiðabliki sigrinum. Dusty 16 – 2 Fylkir Það var fátt um fína drætti hjá Fylki þegar liðið mætti Dusty í Mirage. Dusty lék af miklu öryggi og tók enga sénsa til að koma sér í 5–0. Sprengjuregn og góð opnun frá Snæ skilaði fylki fyrsta stiginu í leiknum í 6. lotu og hröð sókn á A svæðið þeirri næstu bar einnig árangur. En fleiri urðu stigin ekki. Fylkismenn voru klaufalegir á köflum á meðan Dusty yfirspilaði þá algjörlega. Staðan var því 13–2 í hálfleik og gerði Dusty sér lítið fyrir og tók þær þrjár lotur sem upp á vantaði strax í upphafi síðari hálfleiks. Einfaldur og snöggur sigur. Þór 16 – 5 Viðstöðu Það var pressa á Þórsurum eftir að Dusty unnu Fylki fyrr um kvöldið en liðin höfðu verið jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Þór mætti Viðstöðu í Anubis og byrjaði í sókn eftir að hafa tapað hnífalotunni. Viðstöðu vann fyrstu tvær loturnar en Þórsarar voru fljótir að finna sér leið gegnum vörnina og ná stjórn á leiknum. Lið Þórs var mun agaðra og nýtti sér veikleika og mistök Viðstöðu og var í hinni ákjósanlegu stöðu 11–4 eftir fyrri hálfleikinn. Þór nýtti meðbyrinn inn í síðari hálfleikinn sem reyndist þeim auðveldur. Viðstöðu náði aðeins einni lotu en Peterrr innsiglaði sigurinn með tvöfaldri fellu í 21. lotu. Ármann 16 – 12 Atlantic Síðasti leikur umferðarinnar fór einnig fram í Anubis. Pressan var nú á Atlantic eftir að Þór og Dusty unnu bæði sína leiki. Atlantic byrjaði í sókn þrátt fyrir að hafa unnið hnífalotuna, en Ármann hélt aftur af þeim í fyrstu 2 lotum leiksins. Atlantic setti þó saman sterkan sóknarleik og náði forystu 5–2 áður en BRNR fór að hitta ótrúlega vel og Vargur og Ofvirkur munduðu báðir vappa til snúa vörn í sókn. Ármann var yfir 8–7 í hálfleik en Atlantic tók forystuna strax aftur í upphafi síðari hálfleiks. Með framarlegum stöðum héldu þeir aftur af tilraunum Ármanns og komust í 12–9. Ármann tók þá leikhlé og brá á það ráð að fara þéttar um kortið til að geta svarað af meiri hörku. Það skilaði sér svo sannarlega því með BRNR í fararbroddi vann Ármann síðustu 7 loturnar og lagði toppliðið með fjögurra stiga mun. Staðan: Eftir leiki vikunnar er staða Atlantic ekki eins sterk og hún var, Dusty og Þór eru einungis 2 stigum á eftir þeim og vinni Dusty Atlantic í kvöld verða liðin jöfn að stigum. Þór á að sama skapa auðveldan leik í vændum því liðið mætir TEN5ION sem hefur loðað við botn deildarinnar allt tímabilið. Slagurinn um fjórða sætið er einnig orðinn spennandi þar sem Ármann og Breiðablik eru aðeins einum sigri á undan LAVA. Viðstöðu og FH eru einnig skammt undan og þó ólíklegt megi teljast að þau blandi sér í slaginn er staðan sú að þau lið þurfa einungis á einum sigri að halda í viðbót til að tryggja sig frá falli. Brekkan er því orðin ansi brött fyrir TEN5ION og Fylki sem enn skrapa botninn. Ofurlaugardagur Í kvöld er svo sannkölluð veisla fyrir aðdáendur CS:GO því 15. umferðin verður leikin í heild sinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands: Atlantic – Dusty, kl. 17:00 FH – Breiðablik, kl. 18:00 Ármann – LAVA, kl. 19:00 Þór – TEN5ION, kl. 20:00 Viðstöðu – Fylkir, kl. 21:00
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Þór Akureyri FH Breiðablik Fylkir Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf