Rean reddaði Þórsurum sigri Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. janúar 2023 21:24 Fyrri leikur liðanna fór 16–12 fyrir Þór í Dust 2, en í þetta skiptið mættust liðin í Ancient. Pressan var á Þórsurum því með sigri gat liðið jafnað Atlantic og Dusty að stigum á toppnum. TEN5ION vann hnífalotuna og byrjaði í vörn, en Þórsarar voru snöggir að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotunni. Þreföld fella frá Pressa sá hins vegar algjörlega um þá og TEN5ION fékk fyrsta stigið í leiknum. Léku þeir á árásargjarnan hátt og af miklu sjálfsöryggi til að fella Þórsara snemma í lotunum og kæfa sóknina í fæðingu og klára loturnar. Það þurfti ekkert minna en fjórfalda fellu frá Tony til að koma Þórsurum á blað í fimmtu lotu. Minnkuðu þeir muninn í 4–3 áður en þreföld fella frá Pressa (aftur) kom TEN5ION í gang á ný. Það var ekki í síðasta skiptið sem Pressi lék þann leik en Moshii og Tight voru hittnir líka. TEN5ION náði ótrúlega mörgum fellum í gegnum reykjarmekki sem bendir til þess hve vel þeir lásu leikinn. Þórsarar voru í stökustu vandræðum með að finna opnanir og tækifæri og innan skamms var staðan orðin 11–3. Þór rétt náði að taka síðustu lotuna til að minnka forskot TEN5ION í sjö stig. Staðan í hálfleik: Þór 4 – 11 TEN5ION Þórsarar þurftu á fyrstu lotunni að halda til að koma sér inn í leikinn. Það gekk eftir því Peterrr og Rean áttu góðan leik auk þess sem liðið í heild beitti búnaði virkilega vel til að halda aftur af sóknum TEN5ION. Meiri ákefð var í spilastíl liðsins og náðu þeir betur valdi á kortinu en í fyrri hálfleik. Peterrr raðaði inn fellunum og einni þrefaldri tókst Þór að jafna í 11–11. TEN5ION komst loks á blað í seinni hálfleik þegar Sveittur vann ólíklegt einvígi og opnaði liði sínu leið inn á sprengjusvæðið. Allee jafnaði leika á ný eftir að Þór hafði boðið hættunni heim. Stórkostleg tvöföld fella Rean á síðustu stundu í 25. lotu komst Þór loks yfir og TEN5ION menn orðnir blankir. Rean og Peterrr voru farnir að keppast um hvor næði fleiri fellum á meðan allt var í járnum og TEN5ION jafnaði í 14–14. Allee reif þá upp vappann og felldi tvo til að opna næstu lotu sem Rean og Peterrr sópuðu upp til að komast í sigurstöðuna 15–14. Allee bætti um betur í 30. lotu og felldi fjóra andstæðinga til að tryggja Þór sigurinn og stigin tvö. Lokastaða: Þór 16 – 14 TEN5ION Tæpara mátti það ekki standa, en með sigrinum er Þór komið með 22 stig, jafnmörg og Dusty og Atlantic. Næstu leikir liðanna: Viðstöðu – TEN5ION, þriðjudaginn 31/1 kl. 20:30 Ármann – Þór, fimmtudaginn, 2/2, kl. 19:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri
Fyrri leikur liðanna fór 16–12 fyrir Þór í Dust 2, en í þetta skiptið mættust liðin í Ancient. Pressan var á Þórsurum því með sigri gat liðið jafnað Atlantic og Dusty að stigum á toppnum. TEN5ION vann hnífalotuna og byrjaði í vörn, en Þórsarar voru snöggir að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotunni. Þreföld fella frá Pressa sá hins vegar algjörlega um þá og TEN5ION fékk fyrsta stigið í leiknum. Léku þeir á árásargjarnan hátt og af miklu sjálfsöryggi til að fella Þórsara snemma í lotunum og kæfa sóknina í fæðingu og klára loturnar. Það þurfti ekkert minna en fjórfalda fellu frá Tony til að koma Þórsurum á blað í fimmtu lotu. Minnkuðu þeir muninn í 4–3 áður en þreföld fella frá Pressa (aftur) kom TEN5ION í gang á ný. Það var ekki í síðasta skiptið sem Pressi lék þann leik en Moshii og Tight voru hittnir líka. TEN5ION náði ótrúlega mörgum fellum í gegnum reykjarmekki sem bendir til þess hve vel þeir lásu leikinn. Þórsarar voru í stökustu vandræðum með að finna opnanir og tækifæri og innan skamms var staðan orðin 11–3. Þór rétt náði að taka síðustu lotuna til að minnka forskot TEN5ION í sjö stig. Staðan í hálfleik: Þór 4 – 11 TEN5ION Þórsarar þurftu á fyrstu lotunni að halda til að koma sér inn í leikinn. Það gekk eftir því Peterrr og Rean áttu góðan leik auk þess sem liðið í heild beitti búnaði virkilega vel til að halda aftur af sóknum TEN5ION. Meiri ákefð var í spilastíl liðsins og náðu þeir betur valdi á kortinu en í fyrri hálfleik. Peterrr raðaði inn fellunum og einni þrefaldri tókst Þór að jafna í 11–11. TEN5ION komst loks á blað í seinni hálfleik þegar Sveittur vann ólíklegt einvígi og opnaði liði sínu leið inn á sprengjusvæðið. Allee jafnaði leika á ný eftir að Þór hafði boðið hættunni heim. Stórkostleg tvöföld fella Rean á síðustu stundu í 25. lotu komst Þór loks yfir og TEN5ION menn orðnir blankir. Rean og Peterrr voru farnir að keppast um hvor næði fleiri fellum á meðan allt var í járnum og TEN5ION jafnaði í 14–14. Allee reif þá upp vappann og felldi tvo til að opna næstu lotu sem Rean og Peterrr sópuðu upp til að komast í sigurstöðuna 15–14. Allee bætti um betur í 30. lotu og felldi fjóra andstæðinga til að tryggja Þór sigurinn og stigin tvö. Lokastaða: Þór 16 – 14 TEN5ION Tæpara mátti það ekki standa, en með sigrinum er Þór komið með 22 stig, jafnmörg og Dusty og Atlantic. Næstu leikir liðanna: Viðstöðu – TEN5ION, þriðjudaginn 31/1 kl. 20:30 Ármann – Þór, fimmtudaginn, 2/2, kl. 19:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti