Falla frá því að fylgjast með og hvetja til öflugrar meðferðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. janúar 2023 07:03 Tryggvi segir biðina hjá Heilsuskólanum nú um það bil eitt og hálft ár. Vísir/Nadine „Þetta er stefnubreyting sem er að verða í heiminum, í Evrópu og Ameríku, og orsakast í grunninn af því að það eru að koma lyf sem eru raunverulegur valkostur vegna offitu, bæði hjá fullorðnum og börnum.“ Þetta segir Tryggvi Helgason barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna um nýjar leiðbeiningar samtaka barnalækna í Bandaríkjunum, þar sem vikið er frá fyrri stefnu um að sjá hvort börn vaxa upp úr vandanum og þess í stað hvatt til rótækari aðgerða til að sporna við offitu barna. Samkvæmt miðlum vestanhafs ráðleggja samtökin nú barnalæknum að grípa strax til aðgerða vegna barna sem þjást af offitu. Í ráðleggingunum er kveðið á um að minnsta kosti 26 klukkustundir af meðferð á þremur til tólf mánuðum, sem felst meðal annars í fræðslu um næringu, hreyfingu og lífstílsbreytingar. Umrædd meðferð er sögð eiga við fyrir börn allt niður í tveggja ára en ef hún dugir ekki til þá ætti að skoða lyfjagjöf fyrir börn allt niður í tólf ára og skurðaðgerðir fyrir börn allt niður í þrettán ára. „Við gerum þetta aðeins öðruvísi,“ segir Tryggvi um meðferð barna með offitu hjá Heilsuskóla Barnaspítalans. „En við höfum sýnt fram á árangur sem er sambærilegur við Evrópulöndin.“ Tryggvi segir meðferðina snúa að breyttum lífsvenjum og langtímaeftirlit sé lykilatriði. Þá séu lyfin að koma sterkt inn. „Lyf og aðgerðir eru ekki endilega viðbótarúrræði heldur hluti af heildarúrræðunum sem læknar hafa um að velja og yfir að ráða,“ segir Tryggvi. Hann segir meiri reynslu af því í Bandaríkjunum en Evrópu að meðhöndla offitu með lyfjum en það sé að breytast. „Það eru skýr skilaboð núna frá fræðasamfélaginu að þau börn sem ekki ná að snúa sjálf við með stuðningi; það er hægt að meðhöndla þau með lyfjum, þegar það á við.“ Umrædd lyf eru ætluð bæði til að aðstoða fólk með sykursýki og í hærri skömmtum til að aðstoða fólk sem er að glíma við offitu en þau hafa áhrif á hormón sem stjórna svengd og seddu. Tryggvi segir von á nýjum lyfjum í þessum flokki á næstu fimm til tíu árum og vonir standi til að þau muni verða til þess að færri þurfa að fara í aðgerð. Offita sé samfélagsvandi „Offita er engum að kenna,“ svarar Tryggvi spurður að því hvers vegna börnum með offitu hefur fjölgað. Erfðir eigi stóran þátt og ekki síður samfélag sem hvetur til kyrrsetu. Þá ítrekar hann að afleiðingar offitu sjáist ekki endilega alltaf með berum augum, til að mynda fitulifur og aðrir fylgikvillar. Tryggvi segir offituvandann í raun samfélagsvanda. „Það er svo margt sem er þannig að við erum ekki að vinna með líkamanum í að stýra hlutunum vel sjálfur. Við erum að vinna á móti honum til þess að vera góðir neytendur og það er samfélagið sem ýtir okkur í þá átt,“ segir Tryggvi. „Þannig við þurfum að ýta fólki í hina áttina, að mörgu leyti á sama hátt og við þurfum að gera í umhverfismálum. Það er margt sem fer saman í að bæta heilsu fólks og heilsu jarðarinnar.“ En hvernig stöndum við á Íslandi? Getum við uppfyllt þau markmið sem ný stefna kveður á um? Tryggvi segir biðina í Heilsuskólanum nú um eitt og hálft ár. „Þau börn sem eru með offitu í dag eru að fá allt of litla þjónustu miðað við þær afleiðingar sem offitan mun hafa í framtíðinni. Og ef við ætlum að sinna þessum börnum eins og við sinnum börnum með aðra heilsufarskvilla þá verðum við að bæta verulega í,“ segir Tryggvi. Hann segir stöðuna á hinum Norðurlöndunum töluvert betri. „En ef það væri skýr vilji hjá yfirvöldum og samfélaginu öllu þá væri hægt að gera breytingar sem á fimm til tíu árum myndu koma okkur á svipaðar slóðir og hin Norðurlöndin hvað þetta varðar.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Þetta segir Tryggvi Helgason barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna um nýjar leiðbeiningar samtaka barnalækna í Bandaríkjunum, þar sem vikið er frá fyrri stefnu um að sjá hvort börn vaxa upp úr vandanum og þess í stað hvatt til rótækari aðgerða til að sporna við offitu barna. Samkvæmt miðlum vestanhafs ráðleggja samtökin nú barnalæknum að grípa strax til aðgerða vegna barna sem þjást af offitu. Í ráðleggingunum er kveðið á um að minnsta kosti 26 klukkustundir af meðferð á þremur til tólf mánuðum, sem felst meðal annars í fræðslu um næringu, hreyfingu og lífstílsbreytingar. Umrædd meðferð er sögð eiga við fyrir börn allt niður í tveggja ára en ef hún dugir ekki til þá ætti að skoða lyfjagjöf fyrir börn allt niður í tólf ára og skurðaðgerðir fyrir börn allt niður í þrettán ára. „Við gerum þetta aðeins öðruvísi,“ segir Tryggvi um meðferð barna með offitu hjá Heilsuskóla Barnaspítalans. „En við höfum sýnt fram á árangur sem er sambærilegur við Evrópulöndin.“ Tryggvi segir meðferðina snúa að breyttum lífsvenjum og langtímaeftirlit sé lykilatriði. Þá séu lyfin að koma sterkt inn. „Lyf og aðgerðir eru ekki endilega viðbótarúrræði heldur hluti af heildarúrræðunum sem læknar hafa um að velja og yfir að ráða,“ segir Tryggvi. Hann segir meiri reynslu af því í Bandaríkjunum en Evrópu að meðhöndla offitu með lyfjum en það sé að breytast. „Það eru skýr skilaboð núna frá fræðasamfélaginu að þau börn sem ekki ná að snúa sjálf við með stuðningi; það er hægt að meðhöndla þau með lyfjum, þegar það á við.“ Umrædd lyf eru ætluð bæði til að aðstoða fólk með sykursýki og í hærri skömmtum til að aðstoða fólk sem er að glíma við offitu en þau hafa áhrif á hormón sem stjórna svengd og seddu. Tryggvi segir von á nýjum lyfjum í þessum flokki á næstu fimm til tíu árum og vonir standi til að þau muni verða til þess að færri þurfa að fara í aðgerð. Offita sé samfélagsvandi „Offita er engum að kenna,“ svarar Tryggvi spurður að því hvers vegna börnum með offitu hefur fjölgað. Erfðir eigi stóran þátt og ekki síður samfélag sem hvetur til kyrrsetu. Þá ítrekar hann að afleiðingar offitu sjáist ekki endilega alltaf með berum augum, til að mynda fitulifur og aðrir fylgikvillar. Tryggvi segir offituvandann í raun samfélagsvanda. „Það er svo margt sem er þannig að við erum ekki að vinna með líkamanum í að stýra hlutunum vel sjálfur. Við erum að vinna á móti honum til þess að vera góðir neytendur og það er samfélagið sem ýtir okkur í þá átt,“ segir Tryggvi. „Þannig við þurfum að ýta fólki í hina áttina, að mörgu leyti á sama hátt og við þurfum að gera í umhverfismálum. Það er margt sem fer saman í að bæta heilsu fólks og heilsu jarðarinnar.“ En hvernig stöndum við á Íslandi? Getum við uppfyllt þau markmið sem ný stefna kveður á um? Tryggvi segir biðina í Heilsuskólanum nú um eitt og hálft ár. „Þau börn sem eru með offitu í dag eru að fá allt of litla þjónustu miðað við þær afleiðingar sem offitan mun hafa í framtíðinni. Og ef við ætlum að sinna þessum börnum eins og við sinnum börnum með aðra heilsufarskvilla þá verðum við að bæta verulega í,“ segir Tryggvi. Hann segir stöðuna á hinum Norðurlöndunum töluvert betri. „En ef það væri skýr vilji hjá yfirvöldum og samfélaginu öllu þá væri hægt að gera breytingar sem á fimm til tíu árum myndu koma okkur á svipaðar slóðir og hin Norðurlöndin hvað þetta varðar.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira