Læknar geti ekki vottað um dagsflensu starfsmanna frekar en aðrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2023 17:08 Fjöldi fólks finnur sig knúinn til að sækja læknisvottorð þegar aðeins er um að ræða dagsflensu. Getty Læknar á heilsugæslustöðvum Höfuðborgarsvæðisins gáfu út tæplega 150 þúsund vottorð árið 2021. Læknar segja vinnumarkaðinn gera kröfu um afhendingu vottorðs um veikindi við of lítið tilefni og vottorðsútgáfur valda miklu óþörfu álagi. Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund læknisvottorð voru gefin út af heimilislæknum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Tæplega 39 þúsund þeirra voru vegna fjarvista frá vinnu, tæplega 32 þúsund beiðnir um sjúkraþjálfun og liðlega 20 þúsund almenn vottorð. Útgáfa vottorða hefur aukist nokkuð á undanförnum árum en frá árinu 2018 til 2021 fjölgaði þeim um 35 þúsund. Læknar segja talsverðan hluta vottorðanna vera óþarfan, til dæmis læknisvottorð vegna flensupestar, og eiga sinn þátt í manneklu og löngum biðtímum hjá heilsugæslunum. „Það dylst engum að það er gríðarlega mikið álag og mjög mikið af vottorðum sem verið er að gefa út, sem er oft ekki mikill grundvöllur fyrir. Oft verið að tikka í box svo fólk eigi réttindi hjá vinnuveitanda,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en hún situr jafnframt í starfshópi heilbrigðisráðherra um útgáfu vottorða. Starfshópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra en Sigríður segir umræðuna þegar hafa borið árangur. „Þessi umræða hefur nú orðið til þess að Sjúkratryggingar eru byrjaðar á endurskoðun og lagfæringu á sínu laga- og reglugerðarumhverfi.“ Eitt af því sem verði að endurskoða sé krafa vinnuveitenda um læknisvottorð þegar starfsfólk er heima með flensu. „Samtal starfsmanna og vinnuveitenda ætti að vera öðruvísi heldur en að fólk þurfi að fá vottorð um að það hafi verið heima með pest einn dag, sem við getum auðvitað ekkert vottað um frekar en einhver annar.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund læknisvottorð voru gefin út af heimilislæknum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Tæplega 39 þúsund þeirra voru vegna fjarvista frá vinnu, tæplega 32 þúsund beiðnir um sjúkraþjálfun og liðlega 20 þúsund almenn vottorð. Útgáfa vottorða hefur aukist nokkuð á undanförnum árum en frá árinu 2018 til 2021 fjölgaði þeim um 35 þúsund. Læknar segja talsverðan hluta vottorðanna vera óþarfan, til dæmis læknisvottorð vegna flensupestar, og eiga sinn þátt í manneklu og löngum biðtímum hjá heilsugæslunum. „Það dylst engum að það er gríðarlega mikið álag og mjög mikið af vottorðum sem verið er að gefa út, sem er oft ekki mikill grundvöllur fyrir. Oft verið að tikka í box svo fólk eigi réttindi hjá vinnuveitanda,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en hún situr jafnframt í starfshópi heilbrigðisráðherra um útgáfu vottorða. Starfshópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra en Sigríður segir umræðuna þegar hafa borið árangur. „Þessi umræða hefur nú orðið til þess að Sjúkratryggingar eru byrjaðar á endurskoðun og lagfæringu á sínu laga- og reglugerðarumhverfi.“ Eitt af því sem verði að endurskoða sé krafa vinnuveitenda um læknisvottorð þegar starfsfólk er heima með flensu. „Samtal starfsmanna og vinnuveitenda ætti að vera öðruvísi heldur en að fólk þurfi að fá vottorð um að það hafi verið heima með pest einn dag, sem við getum auðvitað ekkert vottað um frekar en einhver annar.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira