Ólétt WNBA stjarna segir félagið sitt hafa kúgað sig, spilað með sig og logið að sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 11:30 Dearica Hamby brosandi í leik með Las Vegas Aces liðinu á síðasta tímabili. Gettu/Chris Coduto WNBA meistarar Las Vegas Aces skiptu á dögunum körfuboltakonunni Dearicu Hamby til Los Angeles Sparks en eftir skiptin þá sagði hún frá því hvernig félagið kom illa fram við hana. Leikmannasamtökin eru komin með málið inn á sitt borð eftir kvartanir Hamby. Hún segir ljóta sögu af því hvernig var komið fram við hana eftir að hún sagði frá óléttu sinni. WNBA star Dearica Hamby claims the Aces "bullied" and "manipulated" her after the team learned she was pregnant. https://t.co/iAzyeKngam— CBS News (@CBSNews) January 24, 2023 Hin 29 ára gamla Hamby sagði Aces hafi ráðist gegn karakter hennar og vinnusiðfræði. „Að vera skipt á milli liða er hluti af faginu en það er ekki hluti af faginu þegar það er logið að þér, þú kúguð, spilað með þig og þú verður fyrir mismunun,“ skrifaði Dearica Hamby. Hamby skrifaði undir tveggja ára samning við Las Vegas liðið í júní. Hún sagði í samfélagsmiðlafærslu sinni að forráðamenn Aces hafi haldið því fram að hún hafi vitað að hún væri ófrísk þegar hún skrifaði undir. „Það er rangt. Mér var sagt að ég væri spurningarmerki og að ég hafi sagt að ég yrði ófrísk aftur og það væri uppi efasemdir um hollustu mína við liðið,“ skrifaði Hamby. Dearica Hamby took to Instagram to address her trade to the Los Angeles Sparks, calling the treatment she received from the Aces "unprofessional."More: https://t.co/PXlV7tCWs0 pic.twitter.com/Wm4lYEDCn0— espnW (@espnW) January 22, 2023 Hamby sagði einnig frá efasemdum hjá forráðamönnum Aces um að hún yrði klár til að spila á tímabilinu en hún ætlar sér að spila á tímabilinu eftir að hún eignast barnið. „Ég faldi ekki neitt fyrir neinum í félaginu en samt sem áður fékk ég að launum fyrir hreinskilni mína, fálæti, vanvirðingu og skeytingarleysi frá þeim sem stjórna félaginu. Ég hef alltaf sett þetta félag í fyrsta sæti síðan á fyrsta degi og ég hafði verið þarna löngu áður en einhver af þeim birtist,“ skrifaði Hamby. Las Vegas Aces varð meistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili og var Hamby einn af aðalleikmönnum liðsins með 9,3 stig og 7,1 frákast að meðaltali í deildarkeppninni. Dearica Hamby's resume as a member of the Aces: -WNBA Champion-2x WNBA s Sixth Woman of the Year-2x WNBA All-Star-And of course, the "Hamby Heave": pic.twitter.com/jgOnqovpFV— Kevaney Martin (@KevaneyMartin) January 21, 2023 NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Leikmannasamtökin eru komin með málið inn á sitt borð eftir kvartanir Hamby. Hún segir ljóta sögu af því hvernig var komið fram við hana eftir að hún sagði frá óléttu sinni. WNBA star Dearica Hamby claims the Aces "bullied" and "manipulated" her after the team learned she was pregnant. https://t.co/iAzyeKngam— CBS News (@CBSNews) January 24, 2023 Hin 29 ára gamla Hamby sagði Aces hafi ráðist gegn karakter hennar og vinnusiðfræði. „Að vera skipt á milli liða er hluti af faginu en það er ekki hluti af faginu þegar það er logið að þér, þú kúguð, spilað með þig og þú verður fyrir mismunun,“ skrifaði Dearica Hamby. Hamby skrifaði undir tveggja ára samning við Las Vegas liðið í júní. Hún sagði í samfélagsmiðlafærslu sinni að forráðamenn Aces hafi haldið því fram að hún hafi vitað að hún væri ófrísk þegar hún skrifaði undir. „Það er rangt. Mér var sagt að ég væri spurningarmerki og að ég hafi sagt að ég yrði ófrísk aftur og það væri uppi efasemdir um hollustu mína við liðið,“ skrifaði Hamby. Dearica Hamby took to Instagram to address her trade to the Los Angeles Sparks, calling the treatment she received from the Aces "unprofessional."More: https://t.co/PXlV7tCWs0 pic.twitter.com/Wm4lYEDCn0— espnW (@espnW) January 22, 2023 Hamby sagði einnig frá efasemdum hjá forráðamönnum Aces um að hún yrði klár til að spila á tímabilinu en hún ætlar sér að spila á tímabilinu eftir að hún eignast barnið. „Ég faldi ekki neitt fyrir neinum í félaginu en samt sem áður fékk ég að launum fyrir hreinskilni mína, fálæti, vanvirðingu og skeytingarleysi frá þeim sem stjórna félaginu. Ég hef alltaf sett þetta félag í fyrsta sæti síðan á fyrsta degi og ég hafði verið þarna löngu áður en einhver af þeim birtist,“ skrifaði Hamby. Las Vegas Aces varð meistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili og var Hamby einn af aðalleikmönnum liðsins með 9,3 stig og 7,1 frákast að meðaltali í deildarkeppninni. Dearica Hamby's resume as a member of the Aces: -WNBA Champion-2x WNBA s Sixth Woman of the Year-2x WNBA All-Star-And of course, the "Hamby Heave": pic.twitter.com/jgOnqovpFV— Kevaney Martin (@KevaneyMartin) January 21, 2023
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum